Bergþór stríðir Samfylkingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. mars 2024 13:31 Bergþór Ólason, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar í útlendingamálum, í umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið. Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Frumvarpið felur í sér nokkrar lykilbreytingar; hert er á skilyrðum fjölskyldusameiningar þannig að bara þau sem hafa búið hér á landi í tvö ár geti sótt um þær. Þá er gildistími dvalarleyfis þeirra sem hafa fengið alþjóðlega vernd styttur og einnig er sérregla, um að umsóknir þeirra sem hafa sérstök tengsl við landið verði teknar til efnismeðferðar, afnumin. Dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær og sagðist Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, styðja markmið þess. „Yfirlýst markmið þessa tiltekna frumvarps er að færa löggjöfina nær þeim reglum sem eru við lýði á hinum Norðurlöndunum, að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns. Þetta eru allt markmið sem ég styð,“ sagði Jóhann í umræðum um málið. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi að það mætti eflaust greina nýjan tón í orðræðu flokksins.vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fagnaði stefnubreytingu Samfylkingar og það gerði einnig Bergþór Ólason, þingmaður Miðfloksins, sem óskaði flokknum til hamingju með breytta nálgun. „Ég sat hér í salnum og hugsaði bara, sérstaklega framan af ræðu, að ég hefði getað verið að flytja hana fyrir ekki löngu síðan. Það þykir mér alveg frábært, að við séum að komast á þann stað að við séum öll innst inni Miðflokksmenn í þessu máli,“ sagði Bergþór og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, upplýsti um það að málið hefði verið afgreitt úr þingflokknum með ýmsum fyrirvörum. Meðal annars þurfi að skoða gögn um fyrirkomulag fjölskyldusameininga á hinum Norðurlöndum og meta hvort stytting á gildistíma dvalarleyfa muni jafnvel hafa þveröfug áhrif og auka álag á Útlendingastofnun. Þá sé nógu skýrt fyrir hvort breytingarnar muni í reynd lækka kostnað við málaflokkinn. „Þingflokkur VG leggur áherslu á mótuð verði heildarsýn um málaflokkinn með áherslu á aukinn fjölda kvótaflóttafólks, aukna aðlögun og inngildinu og aðgerðir til að tryggja jöfnuð og velsæld allra borgara samfélagsins,“ sagði Orri Páll Orrason, þingmaður Vinstri Grænna. Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið og málið komið til allsherjar- og menntamálanefndar.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira