Endurskoða þarf reglur Varasjóðs VR Arnþór Sigurðsson skrifar 4. mars 2024 23:30 Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun