Endurskoða þarf reglur Varasjóðs VR Arnþór Sigurðsson skrifar 4. mars 2024 23:30 Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarkjör VR hefst á hádegi þann 6. mars n.k. og óska ég eftir stuðningi í kosningunni þar sem ég hef brennandi áhuga á málefnum félagsins og jafnframt langar mig að láta gott af mér leiða. Um að ræða rafræna kosningu sem stendur yfir í eina viku og fer fram á heimasíðu VR. Það er mín áskorun til félaga minna í VR að þeir taki þátt í kosningunni. Ég vil sérstaklega vekja athygli á að það er þörf á því að betrumbæta regluverkið um Varasjóð VR. Til fróðleiks þá eiga allir félagsmenn VR ákveðna uppsafnaða inneign í sjóðnum sem er merkt hverjum og einum félagsmanni. Um Varasjóðinn eru sérstakar reglur um hvað má nýta hann í. Á heimasíðu VR má finna upplýsingar um sjóðinn og það er langur listi yfir ýmis atriði sem má nýta þessa fjármuni. Það er samt sem áður mín skoðun að listinn sé nokkuð þröngt skilgreindur og örugglega er listinn mun lengri þar sem tiltekið er það sem ekki er hægt að nota fjármunina. Það er þörf á því að endurskoða þennan lista og útvíkka hann svo að félagsmenn geti nýtt sína heimild eða inneign á sem fjölbreyttastan hátt. Einnig er mismunur á því hvort að greiðslur úr sjóðnum eru skattlagðar eða ekki. Sem dæmi má nefna ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum til þess að greiða niður sumarbústaðardvöl þá er ekki greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem nýtt er úr sjóðnum. En ef félagsmaður nýtir fjármuni úr sjóðnum vegna tannlækninga þá er greiddur tekjuskattur af upphæðinni sem fengin er úr sjóðnum. Fljótt á litið skýtur það skökku við að gerður sé greinamunur á því hvort að það sé greiddur tekjuskattur af sumum greiðslum úr sjóðnum en öðrum ekki. Sjálfsagt liggja rök að baki þessari mismunun en að mínu viti ætti vera skattleysi af greiðslum þegar félgasmenn nýta sjóðinn sinn í læknisþjónustu, eða þegar heilsan er annarsvegar. Það munar um þessa aura, sér í lagi þegar dýrtíðin er eins og hún er. Hljóti ég kosningu í stjórn VR mun ég beita mér fyrir því að reglur um Varasjóð VR verði endurskoðaðar með það í huga að útvíkka nýtinguna á honum og leita leiða til þess að fjölga atriðum í listanum yfir styrkhæf mál og fleiri atriði endi í skattlausa flokknum. Höfundur er félagsmaður í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun