Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. febrúar 2024 20:58 Brynjólfur Snær Brynjólfsson fagnar marki Vísir/Hulda Margrét Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. Gestirnir hófu leikinn á því að komast í 0-2 en voru heimamenn fljótir að jafna og taka yfirhöndina í leiknum. Staðan 6-4 fyrir Aftureldingu eftir tíu mínútna leik. Ótrúlegur riðmi var í leiknum eftir það, þar sem Haukar gjarnan náðu að jafna leikinn og komast einu marki yfir en um leið og sú forysta náðist svaraði Afturelding með því að komast tveimur mörkum yfir sem Haukar jöfnuðu á skömmum tíma. Svona gekk fyrri hálfleikurinn fyrir sig og heppilega fyrir Hauka enduðu þeir hálfleikinn á að komast einu marki yfir með lokaskoti fyrri hálfleiksins. Staðan 14-15 fyrir Haukum í hálfleik. Haukar hófu síðari hálfleikinn af krafti og komu sér strax í þriggja marka forystu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna muninn næstu mínúturnar og tókst það loks á 48. mínútu leiksins, staðan 23-23. Þá tóku Haukar sig saman og skelltu einfaldlega í lás. Spiluðu þeir þéttan og ákafan varnarleik sem heimamenn réðu ekkert við og í þokkabót varði Magnús Gunnar Karlsson þau skot sem hittu markið. Afturelding skoraði aðeins eitt mark það sem eftir lifði leiks á meðan gestirnir fóru betur með sínar sóknir og stungu fram úr á lokakaflanum. Innsiglaði Össur Haraldsson svo sigur Hauka af vítalínunni eftir að leiktíminn hafði runnið út. Lokatölur líkt og fyrr segir 24-28. Var leikurinn leikinn af einstakri prúðmennsku þar sem dómarar leiksins þurftu aðeins aðlyfta upp einu gulu spjaldi og vísa aðeins einum manni af velli í tvær mínútur. Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur og markvarsla á lokakafla leiksins skar að lokum um hvort liðið bar sigur úr bítum og voru það Haukar. Spiluðu þeir hreinlega óaðfinnanlegan varnarleik á lokakaflanum. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Bragi Ástþórsson og Geir Guðmundsson skiptust á að leiða sóknarleik Hauka í leiknum sem var vel útfærður og yfirvegaður. Guðmundur Bragi endaði markahæstur í liði Hauka með átta mörk og Geir með marki minna. Magnús Gunnar Karlsson, markvörður Hauka, átti flottan leik í fjarveru Arons Rafns Eðvarðssonar. Varði Magnús Gunnar nokkur dauðafæri á lokakafla leiksins sem slökktu endanlega í vonum heimamanna um að ná í stig. Hjá Aftureldingu enduðu Árni Bragi Eyjólfsson og Birgir Steinn Jónsson markahæstir með sjö mörk. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir sterkan varnarleik Hauka á lokakaflanum þá var sóknarleikur Aftureldingar sama sinnis ekki mjög burðugur. Liðið virtist sakna Blæs Hinrikssonar sóknarlega en hann er frá vegna meiðsla. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá í handboltanum hérlendis er úrslitahelgi Powerade bikarsins sem fram fer daganna 6. til 9. mars í Laugardalshöll. Haukar munu leika þar í undanúrslitum gegn ÍBV klukkan 20:15 þann 6. mars. Eftir bikarhelgina tekur við landsleikjagluggi þar sem Ísland mun leika tvo vináttuleiki gegn Grikkjum ytra. Vegna þess er næsti leikur Aftureldingar ekki fyrr enn 22. mars gegn Gróttu. Árni Bragi Eyjólfsson: Þetta var bara svona fifty-fifty Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar. „Mér fannst við eiga vera með forskot eftir fyrri hálfleikinn, við vorum sjálfum okkur verstir þar. Við vorum með 6-7 tapaða bolta sem er að hámarki það sem við ættum að vera með í leik og það gerði það að verkum að það var jafnt í hálfleik. Mér fannst við vera með þá á löngum köflum í fyrri þar sem við áttum bara að vera búnir að búa til ákveðið forskot,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, um leik síns liðs í fyrri hálfleik. „Í seinni hálfleik átta ég mig bara ekki alveg á því hvað sker úr um úrslitin, bara tvö góð lið. Kannski klikkin hjá okkur í dauðafærum, við vorum að koma okkur í fín færi en ekki klára þau. Þetta var bara svona fifty-fifty og mér fannst þetta falla með þeim í seinni.“ „Við áttum erfitt með að koma okkur í færi og þau færi sem við komum okkur í þá fannst mér hann gera vel í markinu. Þeir eru bara drullu þéttir, stórir og hávaxnir, og það var ágætis gír í þeim líka. Ætla greinilega að koma vel undirbúnir fyrir bikarinn, ætluðu ekki að láta taka sig á klassíkinni að vera slappir í síðasta leik fyrir bikar.“ Blær Hinriksson hefur ekki leikið með Aftureldingu í undanförnum leikjum en hann er að glíma við meiðsli í formi beinmars. „Það er svolítið í hann og bara gott að það sé þriggja vikna pása núna. Ég þori ekkert að segja til um hvort hann sé klár eftir pásuna en þetta lítur ekki nógu vel út. Bólgan hjaðnar of hægt, sérstaklega fyrir hans mat.“ Olís-deild karla Afturelding Haukar
Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. Gestirnir hófu leikinn á því að komast í 0-2 en voru heimamenn fljótir að jafna og taka yfirhöndina í leiknum. Staðan 6-4 fyrir Aftureldingu eftir tíu mínútna leik. Ótrúlegur riðmi var í leiknum eftir það, þar sem Haukar gjarnan náðu að jafna leikinn og komast einu marki yfir en um leið og sú forysta náðist svaraði Afturelding með því að komast tveimur mörkum yfir sem Haukar jöfnuðu á skömmum tíma. Svona gekk fyrri hálfleikurinn fyrir sig og heppilega fyrir Hauka enduðu þeir hálfleikinn á að komast einu marki yfir með lokaskoti fyrri hálfleiksins. Staðan 14-15 fyrir Haukum í hálfleik. Haukar hófu síðari hálfleikinn af krafti og komu sér strax í þriggja marka forystu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna muninn næstu mínúturnar og tókst það loks á 48. mínútu leiksins, staðan 23-23. Þá tóku Haukar sig saman og skelltu einfaldlega í lás. Spiluðu þeir þéttan og ákafan varnarleik sem heimamenn réðu ekkert við og í þokkabót varði Magnús Gunnar Karlsson þau skot sem hittu markið. Afturelding skoraði aðeins eitt mark það sem eftir lifði leiks á meðan gestirnir fóru betur með sínar sóknir og stungu fram úr á lokakaflanum. Innsiglaði Össur Haraldsson svo sigur Hauka af vítalínunni eftir að leiktíminn hafði runnið út. Lokatölur líkt og fyrr segir 24-28. Var leikurinn leikinn af einstakri prúðmennsku þar sem dómarar leiksins þurftu aðeins aðlyfta upp einu gulu spjaldi og vísa aðeins einum manni af velli í tvær mínútur. Af hverju unnu Haukar? Varnarleikur og markvarsla á lokakafla leiksins skar að lokum um hvort liðið bar sigur úr bítum og voru það Haukar. Spiluðu þeir hreinlega óaðfinnanlegan varnarleik á lokakaflanum. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Bragi Ástþórsson og Geir Guðmundsson skiptust á að leiða sóknarleik Hauka í leiknum sem var vel útfærður og yfirvegaður. Guðmundur Bragi endaði markahæstur í liði Hauka með átta mörk og Geir með marki minna. Magnús Gunnar Karlsson, markvörður Hauka, átti flottan leik í fjarveru Arons Rafns Eðvarðssonar. Varði Magnús Gunnar nokkur dauðafæri á lokakafla leiksins sem slökktu endanlega í vonum heimamanna um að ná í stig. Hjá Aftureldingu enduðu Árni Bragi Eyjólfsson og Birgir Steinn Jónsson markahæstir með sjö mörk. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir sterkan varnarleik Hauka á lokakaflanum þá var sóknarleikur Aftureldingar sama sinnis ekki mjög burðugur. Liðið virtist sakna Blæs Hinrikssonar sóknarlega en hann er frá vegna meiðsla. Hvað gerist næst? Næst á dagskrá í handboltanum hérlendis er úrslitahelgi Powerade bikarsins sem fram fer daganna 6. til 9. mars í Laugardalshöll. Haukar munu leika þar í undanúrslitum gegn ÍBV klukkan 20:15 þann 6. mars. Eftir bikarhelgina tekur við landsleikjagluggi þar sem Ísland mun leika tvo vináttuleiki gegn Grikkjum ytra. Vegna þess er næsti leikur Aftureldingar ekki fyrr enn 22. mars gegn Gróttu. Árni Bragi Eyjólfsson: Þetta var bara svona fifty-fifty Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar. „Mér fannst við eiga vera með forskot eftir fyrri hálfleikinn, við vorum sjálfum okkur verstir þar. Við vorum með 6-7 tapaða bolta sem er að hámarki það sem við ættum að vera með í leik og það gerði það að verkum að það var jafnt í hálfleik. Mér fannst við vera með þá á löngum köflum í fyrri þar sem við áttum bara að vera búnir að búa til ákveðið forskot,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, um leik síns liðs í fyrri hálfleik. „Í seinni hálfleik átta ég mig bara ekki alveg á því hvað sker úr um úrslitin, bara tvö góð lið. Kannski klikkin hjá okkur í dauðafærum, við vorum að koma okkur í fín færi en ekki klára þau. Þetta var bara svona fifty-fifty og mér fannst þetta falla með þeim í seinni.“ „Við áttum erfitt með að koma okkur í færi og þau færi sem við komum okkur í þá fannst mér hann gera vel í markinu. Þeir eru bara drullu þéttir, stórir og hávaxnir, og það var ágætis gír í þeim líka. Ætla greinilega að koma vel undirbúnir fyrir bikarinn, ætluðu ekki að láta taka sig á klassíkinni að vera slappir í síðasta leik fyrir bikar.“ Blær Hinriksson hefur ekki leikið með Aftureldingu í undanförnum leikjum en hann er að glíma við meiðsli í formi beinmars. „Það er svolítið í hann og bara gott að það sé þriggja vikna pása núna. Ég þori ekkert að segja til um hvort hann sé klár eftir pásuna en þetta lítur ekki nógu vel út. Bólgan hjaðnar of hægt, sérstaklega fyrir hans mat.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik