Arctic Sea Farm fær að rækta fleiri fiska í Ísafjarðardjúpi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2024 14:35 Úr Ísafjarðardjúpi þar sem Arctic Sea Farm er komið með rekstrarleyfi. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 5. júní og var frestur til að skila inn athugasemdum til 5. júlí 2023. Þetta kemur fram á vef MAST. Arctic Sea Farm sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 8.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Fyrirtækið er fyrir með 5.300 tonna hámarkslífmassa í rekstrarleyfi (FE-1127) fyrir sjókvíeldi á regnbogasilung í Ísafjarðardjúpi. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin 20. maí 2019 og mun rekstrarleyfi FE-1127 falla niður við gildistöku nýs leyfis. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar eldi í Ísafjarðardjúpi fyrir allt að 8.000 tonna hámarkslífmassa á regnbogasilungi og laxi, þar af má hámarkslífmassi af frjóum laxi að hámarki vera 5.200 tonn. Matvælaráðuneytið hefur birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps er metið 30.000 tonn og heimilar áhættumat erfðablöndunar 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar. Enginn frjór lax fyrir Arnarlax Þá hefur Matvælastofnun unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arnarlax ehf. til sjókvíaeldis á 10.000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Á vef MAST segir að tillagan sé byggð á matsskýrslu framkvæmdaraðila frá 2020 fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Um sé að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimili allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa á ófrjóum laxi á hverjum tíma. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 30.000 tonna hámarkslífmassa og áhættumat stofnunarinnar gerir ráð fyrir 12.000 tonnum af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Arnarlax sótti um 10.000 tonna hámarkslífmassa af bæði frjóum og ófrjóum laxi en þar sem Matvælastofnun hefur þegar ráðstafað hámarkslífmassa upp á 12.000 tonnum af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi þá mun stofnunin einungis heimila eldi á ófrjóum laxi í umræddu rekstrarleyfi. Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is . Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. apríl 2024. Mikil lús og viðbrögð ekki nógu góð Matvælastofnun birti á vef sínum í dag skýrslu um afföll vegna laxalúsa á vegum fiskeldisfyrirtækja, þar á meðal Arctic Sea Farm, í Tálknafirði í fyrra. Er fyrirtækið gagnrýnt fyrir viðbrögð sín. „Í upphafi vetrar 2022 var álag laxalúsar umtalsvert á eldissvæðum Arnarlax á Eyri og Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði. Eldissvæðin voru bæði meðhöndluð haustið 2022 en meðhöndlunin skilaði ekki tilskyldum árangri, annars vegar vegna þess að rekstraraðilar voru ekki með samræmd viðbrögð og hins vegar virtist næmi laxalúsarinnar við meðhöndluninni vera skert og þ.a.l. jókst álag laxalúsar á svæðinu. Slátrun lauk af Eyri í apríl 2023 og var Kvígindisdalur því eina eldissvæðið í Patreksfirði þegar lúsatalningar hófust að nýju í maí og var lúsaálag mikið á eldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að það sé mat Matvælastofnunar að rekstraraðilar hefðu mátt bregðast við aðstæðum af meiri fyrirhyggju en þannig hefðu þeir getað dregið úr afleiðingum laxalúsar í Tálknafirði. „Meðhöndlunin á eldissvæði Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í júlí 2023 bar lítinn árangur sem rekja má til rangs lyfjavals, seinkunar á meðhöndlun og að eldissvæðið var meðhöndlað aðeins að hluta til. Einnig var fiskur í Kvígindisdal kominn í sláturstærð sumarið 2023 en slátrun dróst vegna tafa við opnun nýs sláturhúss Arctic Fish, Drimlu í Bolungarvík.“ Matvælastofnun segir að með fyrirhyggjusemi hefði Arctic Sea Farm getað leitað aðstoðar við slátrun í sláturhúsi Arnarlax í Bíldudal, þar sem engin vinnsla var í sláturhúsinu á þeim tíma. Þá telur MAST að sviflægar lirfur hafi borist frá kynþroska kvenlúsum í Kvígindisdal og rekið í straumstefnu yfir í Tálknafjörð á eldissvæði Arnarlax í Laugardal og eldissvæði Arctic Sea Farm í Hvannadal. Olli miklum skaða á fisknum „Þessar lirfur mörkuðu upphaf mikillar fjölgunar laxalúsar í Tálknafirði, þar sem aukið lúsaálag olli miklum skaða á fisknum og orsakaði slæma heilbrigðisstöðu hans. Jafnframt varð mikill dauði á báðum eldissvæðum og farga þurfti fiski úr 12 kvíum af 33 á eldissvæðunum. Að mati Matvælastofnunar hefðu rekstraraðilar þurft að bregðast fyrr við auknu álagi laxalúsar í firðinum,“ segir í skýrslunni. Það er mat Matvælastofnunar að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu lúsarinnar ef viðbrögð rekstraraðila og viðbragðsáætlanir hefðu verið samræmdari og ítarlegri. Þá hefði þurft að samræma lyfjaval og vinna markvisst að úrbótum en einnig hefði mátt samnýta búnað og mannskap. „Nauðsynlegt er að breyta lagaumhverfi á þann hátt að settur verði heildstæður rammi fyrir varnir gegn sjúkdómum og sníkjudýrum í fiskeldi, með það að leiðarljósi að áhersla verði sett á fyrirbyggjandi aðgerðir og skjót viðbrögð, sem stuðlar að sjálfbæru og ábyrgu fiskeldi. Mikilvægt er að efla rannsóknir á líffræði laxalúsar á Íslandi, til þess að fá betri þekkingu á samspili laxalúsar í umhverfinu og áhrif hennar á fisk í sjókvíaeldi og villtri náttúru.“ Fréttin er í vinnslu. Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef MAST. Arctic Sea Farm sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 8.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Fyrirtækið er fyrir með 5.300 tonna hámarkslífmassa í rekstrarleyfi (FE-1127) fyrir sjókvíeldi á regnbogasilung í Ísafjarðardjúpi. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi var móttekin 20. maí 2019 og mun rekstrarleyfi FE-1127 falla niður við gildistöku nýs leyfis. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar eldi í Ísafjarðardjúpi fyrir allt að 8.000 tonna hámarkslífmassa á regnbogasilungi og laxi, þar af má hámarkslífmassi af frjóum laxi að hámarki vera 5.200 tonn. Matvælaráðuneytið hefur birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps er metið 30.000 tonn og heimilar áhættumat erfðablöndunar 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar. Enginn frjór lax fyrir Arnarlax Þá hefur Matvælastofnun unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arnarlax ehf. til sjókvíaeldis á 10.000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Á vef MAST segir að tillagan sé byggð á matsskýrslu framkvæmdaraðila frá 2020 fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Um sé að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimili allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa á ófrjóum laxi á hverjum tíma. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 30.000 tonna hámarkslífmassa og áhættumat stofnunarinnar gerir ráð fyrir 12.000 tonnum af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi. Arnarlax sótti um 10.000 tonna hámarkslífmassa af bæði frjóum og ófrjóum laxi en þar sem Matvælastofnun hefur þegar ráðstafað hámarkslífmassa upp á 12.000 tonnum af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi þá mun stofnunin einungis heimila eldi á ófrjóum laxi í umræddu rekstrarleyfi. Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is . Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. apríl 2024. Mikil lús og viðbrögð ekki nógu góð Matvælastofnun birti á vef sínum í dag skýrslu um afföll vegna laxalúsa á vegum fiskeldisfyrirtækja, þar á meðal Arctic Sea Farm, í Tálknafirði í fyrra. Er fyrirtækið gagnrýnt fyrir viðbrögð sín. „Í upphafi vetrar 2022 var álag laxalúsar umtalsvert á eldissvæðum Arnarlax á Eyri og Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði. Eldissvæðin voru bæði meðhöndluð haustið 2022 en meðhöndlunin skilaði ekki tilskyldum árangri, annars vegar vegna þess að rekstraraðilar voru ekki með samræmd viðbrögð og hins vegar virtist næmi laxalúsarinnar við meðhöndluninni vera skert og þ.a.l. jókst álag laxalúsar á svæðinu. Slátrun lauk af Eyri í apríl 2023 og var Kvígindisdalur því eina eldissvæðið í Patreksfirði þegar lúsatalningar hófust að nýju í maí og var lúsaálag mikið á eldissvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að það sé mat Matvælastofnunar að rekstraraðilar hefðu mátt bregðast við aðstæðum af meiri fyrirhyggju en þannig hefðu þeir getað dregið úr afleiðingum laxalúsar í Tálknafirði. „Meðhöndlunin á eldissvæði Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í júlí 2023 bar lítinn árangur sem rekja má til rangs lyfjavals, seinkunar á meðhöndlun og að eldissvæðið var meðhöndlað aðeins að hluta til. Einnig var fiskur í Kvígindisdal kominn í sláturstærð sumarið 2023 en slátrun dróst vegna tafa við opnun nýs sláturhúss Arctic Fish, Drimlu í Bolungarvík.“ Matvælastofnun segir að með fyrirhyggjusemi hefði Arctic Sea Farm getað leitað aðstoðar við slátrun í sláturhúsi Arnarlax í Bíldudal, þar sem engin vinnsla var í sláturhúsinu á þeim tíma. Þá telur MAST að sviflægar lirfur hafi borist frá kynþroska kvenlúsum í Kvígindisdal og rekið í straumstefnu yfir í Tálknafjörð á eldissvæði Arnarlax í Laugardal og eldissvæði Arctic Sea Farm í Hvannadal. Olli miklum skaða á fisknum „Þessar lirfur mörkuðu upphaf mikillar fjölgunar laxalúsar í Tálknafirði, þar sem aukið lúsaálag olli miklum skaða á fisknum og orsakaði slæma heilbrigðisstöðu hans. Jafnframt varð mikill dauði á báðum eldissvæðum og farga þurfti fiski úr 12 kvíum af 33 á eldissvæðunum. Að mati Matvælastofnunar hefðu rekstraraðilar þurft að bregðast fyrr við auknu álagi laxalúsar í firðinum,“ segir í skýrslunni. Það er mat Matvælastofnunar að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu lúsarinnar ef viðbrögð rekstraraðila og viðbragðsáætlanir hefðu verið samræmdari og ítarlegri. Þá hefði þurft að samræma lyfjaval og vinna markvisst að úrbótum en einnig hefði mátt samnýta búnað og mannskap. „Nauðsynlegt er að breyta lagaumhverfi á þann hátt að settur verði heildstæður rammi fyrir varnir gegn sjúkdómum og sníkjudýrum í fiskeldi, með það að leiðarljósi að áhersla verði sett á fyrirbyggjandi aðgerðir og skjót viðbrögð, sem stuðlar að sjálfbæru og ábyrgu fiskeldi. Mikilvægt er að efla rannsóknir á líffræði laxalúsar á Íslandi, til þess að fá betri þekkingu á samspili laxalúsar í umhverfinu og áhrif hennar á fisk í sjókvíaeldi og villtri náttúru.“ Fréttin er í vinnslu.
Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira