Tvö karldýr í fyrsta unaðsleik hnúfubaka sem næst á mynd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:38 Þessi hvalur var fjarri góðu gamni en mynd af parinu má finna í frétt Guardian. epa/CJ Gunther Greint hefur verið frá því að ljósmyndarar hafi í fyrsta sinn náð myndum af hnúfubökum að stunda kynlíf en fregnirnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að um tvö karldýr var að ræða. Unaðsleikurinn átti sér stað undan ströndum Hawaii, vestur af eyjunni Maui, þar sem tveir hvalir syntu að og umhverfis bát áður og hófu svo að láta vel hvor að öðrum á um það bil þriggja til fimm metra dýpi. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fremur fátítt að sjá getnaðarlim hnúfubaks en í þessu tilviki glitti í ekki einn heldur tvo. Þannig var ekki aðeins um að ræða fyrsta skiptið sem kynlíf hnúfubaka náðist á mynd heldur var einnig um að ræða fyrsta dæmið um hinsegin hegðun hjá tegundinni. Hinsegin hegðun er hins vegar langt í frá sjaldgæf í dýraríkinu og hefur meðal annars sést meðal höfrunga og háhyrninga. Kynlífið fór þannig fram að annar hvalurinn hélt við hinn með risastórum uggunum á sama tíma og hann „fór inn í hann“. Því miður virtist sá sem „tók við“ vera nokkuð laslegur; virtist ekki hafa nærst eðlilega og var þakinn í hvalalús. Stephanie Stack, sérfræðingur hjá Pacific Whale Foundation, segir menn löngum hafa verið meðvitaða um afar flókna samfélagsgerð hnúfubaka en það sé einstakt að verða vitni að umræddum viðburði. Í grein um atvikið segir að mögulega noti hvalir rifu þar sem getnaðarlimurinn hvílir jafnan eða endaþarmsopið til að æfa mökun, mynda bandalög eða sýna yfirráð. Greinin birtist í tímaritinu Marine Mammal Science. Hvalir Dýr Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Unaðsleikurinn átti sér stað undan ströndum Hawaii, vestur af eyjunni Maui, þar sem tveir hvalir syntu að og umhverfis bát áður og hófu svo að láta vel hvor að öðrum á um það bil þriggja til fimm metra dýpi. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fremur fátítt að sjá getnaðarlim hnúfubaks en í þessu tilviki glitti í ekki einn heldur tvo. Þannig var ekki aðeins um að ræða fyrsta skiptið sem kynlíf hnúfubaka náðist á mynd heldur var einnig um að ræða fyrsta dæmið um hinsegin hegðun hjá tegundinni. Hinsegin hegðun er hins vegar langt í frá sjaldgæf í dýraríkinu og hefur meðal annars sést meðal höfrunga og háhyrninga. Kynlífið fór þannig fram að annar hvalurinn hélt við hinn með risastórum uggunum á sama tíma og hann „fór inn í hann“. Því miður virtist sá sem „tók við“ vera nokkuð laslegur; virtist ekki hafa nærst eðlilega og var þakinn í hvalalús. Stephanie Stack, sérfræðingur hjá Pacific Whale Foundation, segir menn löngum hafa verið meðvitaða um afar flókna samfélagsgerð hnúfubaka en það sé einstakt að verða vitni að umræddum viðburði. Í grein um atvikið segir að mögulega noti hvalir rifu þar sem getnaðarlimurinn hvílir jafnan eða endaþarmsopið til að æfa mökun, mynda bandalög eða sýna yfirráð. Greinin birtist í tímaritinu Marine Mammal Science.
Hvalir Dýr Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira