Sjálfbær kosningaloforð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. febrúar 2024 08:01 Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun