Stjórnlaust örríki Sævar Þór Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 11:30 Það er víða vandi við stjórnun þessa lands. Stjórnarflokkarnir eru langt því frá samstíga við stjórnun landsins og mikil ólga á meðla þeirra. Það sem heldur þeim hugsanlega saman er ástandið í efnahagsmálum og ástandið í Grindavík. Þetta er eins og hjá hjónum sem eru búin að ákveða að skilja en ætla að hanga saman fram yfir jól, svona fyrir börnin. Leiða má líkum að því að eftir skilnaðinn verði skiptin ekki jöfn og þar hallar eflaust mest á Vinstri-græn sem fara hvað verst út úr þessu ef marka má kannanir. Þá má þó ekki gleyma einum mikilvægum þætti í þessu og það eru völdin sem stjórnmálamenn virðist halda fast í og vilja ekki sleppa hendinni af þrátt fyrir óánægju innan eigin raða með stjórnarsamstarfið. En vandinn er ekki bara misklíð á stjórnarheimilinu því landið virðist vera sumpart stjórnlaust. Það væri of langt mál að skrifa um það allt í grein þessari á þessum fallega sunnudegi en staðreyndin er sú að ef horft er á vandamálin sem steðja að þessari þjóð þá má vel draga þá ályktun að landið sé á barmi stjórnleysis. Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum. Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir. Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum eins og sjá má á nýlegu dæmi um bónuskerfi skattaeftirlitsins þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist - því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim. Sama er hægt að segja um dómstóla landsins þar sem engin stjórnsýsla er til staðar og dómstjórar ráða lögum og lofum án eftirlits. Líklega er Ísland eina Norðurlandaþjóðin sem viðhefur slíkt kerfi sem er í reynd galið að ekki sé meira gagnsæi við stjórnun dómstólanna, sem eiga að útdeila réttlæti í landinu. Í lokin ekki gleyma höfuðborginni okkar sem ræðst á almenna borgara með sektargreiðslum vegna bílastæða sem fólk hefur nýtt í áratugi. Sumir kalla þetta enn eitt dæmið um aðförina að einkabílnum en kannski er borgin bara orðin svona blönk eftir áralanga vinstri slagsíðu og stjórnleysi í fjármálum. Það er alveg ljóst að þessi þjóð þarf nú kjarkmikla stjórnmálamenn sem þora að móta raunhæfa stefnu í þessum málum sem er hægt að vinna þannig að stjórnsýslan og stjórnun landsins verði markviss og gagnsæ. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það er víða vandi við stjórnun þessa lands. Stjórnarflokkarnir eru langt því frá samstíga við stjórnun landsins og mikil ólga á meðla þeirra. Það sem heldur þeim hugsanlega saman er ástandið í efnahagsmálum og ástandið í Grindavík. Þetta er eins og hjá hjónum sem eru búin að ákveða að skilja en ætla að hanga saman fram yfir jól, svona fyrir börnin. Leiða má líkum að því að eftir skilnaðinn verði skiptin ekki jöfn og þar hallar eflaust mest á Vinstri-græn sem fara hvað verst út úr þessu ef marka má kannanir. Þá má þó ekki gleyma einum mikilvægum þætti í þessu og það eru völdin sem stjórnmálamenn virðist halda fast í og vilja ekki sleppa hendinni af þrátt fyrir óánægju innan eigin raða með stjórnarsamstarfið. En vandinn er ekki bara misklíð á stjórnarheimilinu því landið virðist vera sumpart stjórnlaust. Það væri of langt mál að skrifa um það allt í grein þessari á þessum fallega sunnudegi en staðreyndin er sú að ef horft er á vandamálin sem steðja að þessari þjóð þá má vel draga þá ályktun að landið sé á barmi stjórnleysis. Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum. Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir. Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum eins og sjá má á nýlegu dæmi um bónuskerfi skattaeftirlitsins þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist - því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim. Sama er hægt að segja um dómstóla landsins þar sem engin stjórnsýsla er til staðar og dómstjórar ráða lögum og lofum án eftirlits. Líklega er Ísland eina Norðurlandaþjóðin sem viðhefur slíkt kerfi sem er í reynd galið að ekki sé meira gagnsæi við stjórnun dómstólanna, sem eiga að útdeila réttlæti í landinu. Í lokin ekki gleyma höfuðborginni okkar sem ræðst á almenna borgara með sektargreiðslum vegna bílastæða sem fólk hefur nýtt í áratugi. Sumir kalla þetta enn eitt dæmið um aðförina að einkabílnum en kannski er borgin bara orðin svona blönk eftir áralanga vinstri slagsíðu og stjórnleysi í fjármálum. Það er alveg ljóst að þessi þjóð þarf nú kjarkmikla stjórnmálamenn sem þora að móta raunhæfa stefnu í þessum málum sem er hægt að vinna þannig að stjórnsýslan og stjórnun landsins verði markviss og gagnsæ. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun