Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 19:49 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fór yfir stöðu vopnahlésviðræðna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira