Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 19:49 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fór yfir stöðu vopnahlésviðræðna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hvern annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira