Undirbúa aukin umsvif í Rafah samhliða viðræðum um vopnahlé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 19:25 Vonir standa til að samkomulag um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísrael og Hamas náist á næstunni. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga á meðan flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna er á barmi algjörs þrots. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Sambærilega sögu er að segja frá Rafah-borg, í suðurhluta Gasa, sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. „Það var kröftug sprenging, þannig að ég kom niður. Ég sá lík og allt var á hvolfi. Fólk var að draga hina látnu út úr byggingum. Þetta vöru lítil börn, konur og börn. Húsið var fullt af fólki og þar voru líka flóttamenn,“ sagði Hassan Ishta um árásina á Rafah þegar fjölmiðlar á Gasa ræddu við hann. Samkvæmt tölum heilbrigðisráðuneytisins á Gasa hafa yfir 29 þúsund látið lífið og tæplega 70.000 slasast í árásum Ísraelsmanna á svæðinu, frá hryðjuverkum Hamas 7. október, þar sem tæplega 1.200 létust. Ræða saman í Katar Ísraelsher undirbýr nú að setja aukinn þunga í sókn sína að Rafah. Helmingur þeirra 2,3 milljóna sem búa á Gasa hafa flúið til borgarinnar eða nálægra svæða í suðri. Á sama tíma glímir flóttamannaaðstoð Sameinuðu Þjóðanna í Palestínu við fjárskort, eftir að átján ríki, þar á meðal Ísland, frystu greiðslur til stofnunarinnar, vegna meintra tengsla nokkurra starfsmanna stofnunarinnar við hryðjuverk Hamas. Stofnunin hefur orðið af tugum milljarða króna, og hefur þurft að gera hlé á mannúðaraðstoð í norðurhluta Gasa. Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til slíkra viðræðna. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar, þar sem fulltrúar Hamas munu einnig koma að borðinu. Rétt er að vara við myndefninu í fréttinni hér að ofan.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira