Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum framseldan frá Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 15:32 Landsréttur vísaði málinu frá dómi Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis. Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira