Sóðaskapur varð starra að aldurtila Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Snævarr var réttur maður á réttum stað en þó ekki á réttum tíma þegar hann náði í starra í hremmingum úr grenitréi á Akureyri. Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn. „Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“ Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Hann lifði í rétt rúman klukkutíma eftir að ég náði honum niður,“ segir Snævarr í samtali við Vísi. Hann birti mynd af starranum í hópi fuglaáhugamanna á Facebook og sagði þar um að ræða enn eina áminninguna um áhrif sóðaskapar mannsins. „Ég var að labba heim úr vinnunni og heyrði eitthvað hljóð, mjög dauft. Sem betur fer var logn eins og svo oft hérna á Akureyri. Ég stoppaði við garðinn til að athuga hvort ég sæi eitthvað og heyrði þarna hljóð upp úr trénu og sá svo einhverja hreyfingu,“ útskýrir Snævarr. Snævarr við álftamerkingar ásamt dóttur sinni í Köldukinn í ágúst í fyrra. Hann segist hafa sinnt fuglatalningum og merkingum í rúm tuttugu ár. Því hafi reynst lítið mál fyrir hann að hlaupa heim í vinnuföt og í þykka vettlinga til þess að klifra svo upp í grenitréið til að athuga með líðan litla fuglsins. Þannig að þú varst réttur maður á réttum stað? „Já en samt ekki á réttum tíma því að hann var rosalega máttfarinn og allur út í slæmum nuddsárum. Þessi plastvafningur var búinn að vefjast alveg þétt utan um hann og skera sig inn í hann,“ segir Snævarr „Hann var búinn að nuddast upp við grenigreinarnar að reyna að losa sig og var ótrúlega máttfarinn. Hann var greinilega búinn að vera þarna í örugglega tvo, þrjá sólarhringa að berjast um.“ Snævarr segist hafa reynt að hlúa að fuglinum eftir að hafa náð honum niður. Það hafi verið of seint og fuglinn ekki viljað vott né þurrt. „Þetta voru einhverjar plastumbúðir. Þetta var svona einhver langur plastþráður, ég veit ekki alveg utan af hverju en það kannski skiptir ekki öllu máli. Þetta sýnir bara að þó einhver svona smá plastþráður láti ekki mikið yfir sér þá getur hann haft afleiðingar.“
Akureyri Fuglar Dýr Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira