Handbolti

Andreas Palicka sá við Hauki og fé­lögum í París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lok, lok og læs.
Lok, lok og læs. Frank Molter/Getty Images

Haukur Þrastarson og liðsfélagar hans í Kielce máttu þola níu marka tap í París í kvöld þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í Meistaradeild Evrópu í handbolta, lokatölur 35-26.

PSG og Kielce eru í A-riðli og voru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins. Það var þó ekki að sjá en heimamenn unnu einkar þægilegan níu marka sigur í kvöld. Haukur gerði hvað hann gat í liði gestanna og skoraði þrjú mörk.

Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka átti ágætis leik í marki PSG og lagði grunninn að sigrinum með sinni 42 prósent markvörslu en alls varði hann 19 skot.

Í hinum leik kvöldsins í A-riðli vann topplið Kiel sex marka sigur á RK Pelister, lokatölur 29-26.

Staðan í A-riðli er þannig að Kiel er á toppnum með 18 stig að loknum 12 leikjum. Álaborg kemur þar á eftir með 16, PSG er með stigi minna á meðan Kielce og Pick Szeged eru með 13.

Í B-riðli vann Veszprém þriggja marka sigur á GOG, 34-31. Bjarki Már Elísson kom ekki við sögu hjá sigurliðinu. Þá vann Barcelona sjö marka sigur á Porto, lokatölur 40-33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×