Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:30 Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Ástin og lífið Trúmál Brúðkaup Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun