„Reddari“ tekinn með haug af kannabis og sand af seðlum Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 14:25 Lögreglan á Selfossi handtók manninn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest. Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest.
Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira