Upp með sér að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 21:11 Hildur gefur lítið fyrir kenningu Össurar. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira