Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 21:17 Stefán er Grindvíkingur í húð og hár og er feginn að geta flutt aftur heim. Vísir/Sigurjón Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. Þrátt fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi frá og með deginum í dag leyft Grindvíkingum að dvelja og starfa í bænum voru ekki ýkja margir í bænum því sem stendur er ekkert neysluvatn. Útlit er fyrir að mun fleiri sæki bæinn heim næstu daga þegar köldu vatni verður komið á í bænum en það verður gert í áföngum og byrjað á hafnarsvæði bæjarins. Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Sefood, var mættur til vinnu í morgun til að undirbúa morgundaginn. „Fyrsti bátur hjá okkur, hann landar hjá okkur í Grindavíkurhöfn í fyrramálið, það er mikið fagnaðarefni. Við byrjum þá að slægja strax á eftir og við erum með sjó úr borholu, tandurhreinan sjó af 36 metra dýpi og notum hann og svo kemur vatnið vonandi síðan á morgun og svo byrjum við að flaka á fimmtudaginn.“ Stefán á von á að taka á móti um þrjátíu manns til vinnu á morgun. Þú ert ekkert smeykur sé ég? „Nei, ég er ekkert smeykur. Alls ekki, hef aldrei verið,“ sagði Stefán og skellti upp úr. Stefán ætlar raunar að gista heima í Grindavík í nótt og hann bauð fréttamanni og myndatökumanni inn fyrir. Þetta er fyrsta nóttin í hversu langan tíma? „Já, síðan síðasta rýming var. Ég var hérna þá nóttina og svo líka í gosinu þar áður.“ En þú ætlar að redda þér án þess að hafa neysluvatn. Ertu svona fyrirhyggjusamur? „Já, já ég er með 20 lítra kút úti í bíl sem ég á eftir að bera inn. Svo ætla ég að steikja mér kótilettur í kvöld og horfa á körfubolta.“ Stefán gerir ráð fyrir að fleiri Grindvíkingar flytji aftur í bæinn þegar kalda vatnið kemst í lag. „Já, við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík.“ Grindavík Sjávarútvegur Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47 Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11 Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Þrátt fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi frá og með deginum í dag leyft Grindvíkingum að dvelja og starfa í bænum voru ekki ýkja margir í bænum því sem stendur er ekkert neysluvatn. Útlit er fyrir að mun fleiri sæki bæinn heim næstu daga þegar köldu vatni verður komið á í bænum en það verður gert í áföngum og byrjað á hafnarsvæði bæjarins. Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Sefood, var mættur til vinnu í morgun til að undirbúa morgundaginn. „Fyrsti bátur hjá okkur, hann landar hjá okkur í Grindavíkurhöfn í fyrramálið, það er mikið fagnaðarefni. Við byrjum þá að slægja strax á eftir og við erum með sjó úr borholu, tandurhreinan sjó af 36 metra dýpi og notum hann og svo kemur vatnið vonandi síðan á morgun og svo byrjum við að flaka á fimmtudaginn.“ Stefán á von á að taka á móti um þrjátíu manns til vinnu á morgun. Þú ert ekkert smeykur sé ég? „Nei, ég er ekkert smeykur. Alls ekki, hef aldrei verið,“ sagði Stefán og skellti upp úr. Stefán ætlar raunar að gista heima í Grindavík í nótt og hann bauð fréttamanni og myndatökumanni inn fyrir. Þetta er fyrsta nóttin í hversu langan tíma? „Já, síðan síðasta rýming var. Ég var hérna þá nóttina og svo líka í gosinu þar áður.“ En þú ætlar að redda þér án þess að hafa neysluvatn. Ertu svona fyrirhyggjusamur? „Já, já ég er með 20 lítra kút úti í bíl sem ég á eftir að bera inn. Svo ætla ég að steikja mér kótilettur í kvöld og horfa á körfubolta.“ Stefán gerir ráð fyrir að fleiri Grindvíkingar flytji aftur í bæinn þegar kalda vatnið kemst í lag. „Já, við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík.“
Grindavík Sjávarútvegur Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47 Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11 Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12
Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47
Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33