Heiðraði fangelsismálastjóra Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2024 14:13 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Ramil Sitdikov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði í gær Valerí Bojarínev, fangelsismálastjóra Rússlands, með því að hækka hann í tign. Bojarínev er nú undirherforingi en Pútín skrifaði undir stöðuhækkunina þann 19. febrúar, þremur dögum eftir að Alexei Navalní dó í fanganýlendu í Síberíu. Líki hans hefur enn ekki verið skilað til fjölskyldu hans en yfirvöld segja að það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Tímann eigi að nota í rannsóknir. Lyudmila, móðir Navalnís, birti í morgun ákall til Pútíns þar sem hún bað forsetann um að láta afhenda henni lík sonar hennar. „Leyfðu mér loks að sjá son minn. Afhentu lík hans svo ég geti jarðað hann með reisn.“ Standing outside the prison where he died last Friday, Alexei Navalny's mother Lyudmila asks Putin:"For five days I can't see him, they won't give me his body or even tell me where he is. Let me see my son at last. Release Alexei's body at once so I can bury him with dignity." pic.twitter.com/qeHhd8x3g7— max seddon (@maxseddon) February 20, 2024 Navalní var 47 ára gamall og er hann sagður hafa misst meðvitund og dáið eftir göngutúr í afskekktri fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Dánarvottorðið sem móðir Navalnís fékk segir hann hafa dáið klukkan 14:17 þann 16. febrúar. Fangi sem blaðamenn Novaya Gazeta náðu tali af segir þó að fangar hafi vitað af dauða Navalnís fjórum tímum áður. Þá hafi verið mikil læti í fangelsinu kvöldið áður og föngum gert að halda kyrru fyrir í híbýlum sínum. Morguninn eftir hafi fangaverðir farið yfir fangelsið og fjarlægt alla síma og aðra bannmuni, sem er reglulega gert í aðdraganda eftirlitsskoðunar í fanganýlendunni. Sjá einnig: Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Fanginn segir alla hafa vitað af dauðanum um klukkan tíu um morguninn. Hann segir líklegt að Navlní hafi dáið kvöldið áður. Sneri aftur eftir eitrun Navalní hafði setið í fangelsi frá árinu 2021 þegar hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Þrátt fyrir að eitrað hafi verið fyrir honum sneri Navalní aftur til Rússlands og var hann handtekinn strax eftir lendingu. Á undanförnum árum hefur fangelsisvist hans svo ítrekað verið lengd, nú síðast um nítján ár. Bróðir Navalnís eftirlýstur Oleg Navalní, bróðir Alexeis, er eftirlýstur í Rússlandi á nýjan leik. Ríkismiðlar Rússlands tilkynntu í morgun að hann væri til rannsóknar en fyrir hvað er ekki ljóst. Oleg var árið 2014 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir svik. Því hefur lengi verið haldið fram að hann hafi verið dæmdur til að auka þrýsting á Alexei. Hann var einnig dæmdur í tveggja ára skilorð árið 2021 fyrir að hvetja til mótmæla á samfélagsmiðlum og brjóta þar með sóttvarnarreglur. Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47 Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12 Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15 Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Líki hans hefur enn ekki verið skilað til fjölskyldu hans en yfirvöld segja að það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Tímann eigi að nota í rannsóknir. Lyudmila, móðir Navalnís, birti í morgun ákall til Pútíns þar sem hún bað forsetann um að láta afhenda henni lík sonar hennar. „Leyfðu mér loks að sjá son minn. Afhentu lík hans svo ég geti jarðað hann með reisn.“ Standing outside the prison where he died last Friday, Alexei Navalny's mother Lyudmila asks Putin:"For five days I can't see him, they won't give me his body or even tell me where he is. Let me see my son at last. Release Alexei's body at once so I can bury him with dignity." pic.twitter.com/qeHhd8x3g7— max seddon (@maxseddon) February 20, 2024 Navalní var 47 ára gamall og er hann sagður hafa misst meðvitund og dáið eftir göngutúr í afskekktri fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Dánarvottorðið sem móðir Navalnís fékk segir hann hafa dáið klukkan 14:17 þann 16. febrúar. Fangi sem blaðamenn Novaya Gazeta náðu tali af segir þó að fangar hafi vitað af dauða Navalnís fjórum tímum áður. Þá hafi verið mikil læti í fangelsinu kvöldið áður og föngum gert að halda kyrru fyrir í híbýlum sínum. Morguninn eftir hafi fangaverðir farið yfir fangelsið og fjarlægt alla síma og aðra bannmuni, sem er reglulega gert í aðdraganda eftirlitsskoðunar í fanganýlendunni. Sjá einnig: Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Fanginn segir alla hafa vitað af dauðanum um klukkan tíu um morguninn. Hann segir líklegt að Navlní hafi dáið kvöldið áður. Sneri aftur eftir eitrun Navalní hafði setið í fangelsi frá árinu 2021 þegar hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Þrátt fyrir að eitrað hafi verið fyrir honum sneri Navalní aftur til Rússlands og var hann handtekinn strax eftir lendingu. Á undanförnum árum hefur fangelsisvist hans svo ítrekað verið lengd, nú síðast um nítján ár. Bróðir Navalnís eftirlýstur Oleg Navalní, bróðir Alexeis, er eftirlýstur í Rússlandi á nýjan leik. Ríkismiðlar Rússlands tilkynntu í morgun að hann væri til rannsóknar en fyrir hvað er ekki ljóst. Oleg var árið 2014 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir svik. Því hefur lengi verið haldið fram að hann hafi verið dæmdur til að auka þrýsting á Alexei. Hann var einnig dæmdur í tveggja ára skilorð árið 2021 fyrir að hvetja til mótmæla á samfélagsmiðlum og brjóta þar með sóttvarnarreglur.
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47 Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12 Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15 Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34
Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47
Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12
Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15
Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent