Heiðraði fangelsismálastjóra Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2024 14:13 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Ramil Sitdikov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heiðraði í gær Valerí Bojarínev, fangelsismálastjóra Rússlands, með því að hækka hann í tign. Bojarínev er nú undirherforingi en Pútín skrifaði undir stöðuhækkunina þann 19. febrúar, þremur dögum eftir að Alexei Navalní dó í fanganýlendu í Síberíu. Líki hans hefur enn ekki verið skilað til fjölskyldu hans en yfirvöld segja að það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Tímann eigi að nota í rannsóknir. Lyudmila, móðir Navalnís, birti í morgun ákall til Pútíns þar sem hún bað forsetann um að láta afhenda henni lík sonar hennar. „Leyfðu mér loks að sjá son minn. Afhentu lík hans svo ég geti jarðað hann með reisn.“ Standing outside the prison where he died last Friday, Alexei Navalny's mother Lyudmila asks Putin:"For five days I can't see him, they won't give me his body or even tell me where he is. Let me see my son at last. Release Alexei's body at once so I can bury him with dignity." pic.twitter.com/qeHhd8x3g7— max seddon (@maxseddon) February 20, 2024 Navalní var 47 ára gamall og er hann sagður hafa misst meðvitund og dáið eftir göngutúr í afskekktri fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Dánarvottorðið sem móðir Navalnís fékk segir hann hafa dáið klukkan 14:17 þann 16. febrúar. Fangi sem blaðamenn Novaya Gazeta náðu tali af segir þó að fangar hafi vitað af dauða Navalnís fjórum tímum áður. Þá hafi verið mikil læti í fangelsinu kvöldið áður og föngum gert að halda kyrru fyrir í híbýlum sínum. Morguninn eftir hafi fangaverðir farið yfir fangelsið og fjarlægt alla síma og aðra bannmuni, sem er reglulega gert í aðdraganda eftirlitsskoðunar í fanganýlendunni. Sjá einnig: Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Fanginn segir alla hafa vitað af dauðanum um klukkan tíu um morguninn. Hann segir líklegt að Navlní hafi dáið kvöldið áður. Sneri aftur eftir eitrun Navalní hafði setið í fangelsi frá árinu 2021 þegar hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Þrátt fyrir að eitrað hafi verið fyrir honum sneri Navalní aftur til Rússlands og var hann handtekinn strax eftir lendingu. Á undanförnum árum hefur fangelsisvist hans svo ítrekað verið lengd, nú síðast um nítján ár. Bróðir Navalnís eftirlýstur Oleg Navalní, bróðir Alexeis, er eftirlýstur í Rússlandi á nýjan leik. Ríkismiðlar Rússlands tilkynntu í morgun að hann væri til rannsóknar en fyrir hvað er ekki ljóst. Oleg var árið 2014 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir svik. Því hefur lengi verið haldið fram að hann hafi verið dæmdur til að auka þrýsting á Alexei. Hann var einnig dæmdur í tveggja ára skilorð árið 2021 fyrir að hvetja til mótmæla á samfélagsmiðlum og brjóta þar með sóttvarnarreglur. Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47 Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12 Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15 Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Líki hans hefur enn ekki verið skilað til fjölskyldu hans en yfirvöld segja að það verði ekki gert fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Tímann eigi að nota í rannsóknir. Lyudmila, móðir Navalnís, birti í morgun ákall til Pútíns þar sem hún bað forsetann um að láta afhenda henni lík sonar hennar. „Leyfðu mér loks að sjá son minn. Afhentu lík hans svo ég geti jarðað hann með reisn.“ Standing outside the prison where he died last Friday, Alexei Navalny's mother Lyudmila asks Putin:"For five days I can't see him, they won't give me his body or even tell me where he is. Let me see my son at last. Release Alexei's body at once so I can bury him with dignity." pic.twitter.com/qeHhd8x3g7— max seddon (@maxseddon) February 20, 2024 Navalní var 47 ára gamall og er hann sagður hafa misst meðvitund og dáið eftir göngutúr í afskekktri fanganýlendu í norðanverðri Síberíu. Dánarvottorðið sem móðir Navalnís fékk segir hann hafa dáið klukkan 14:17 þann 16. febrúar. Fangi sem blaðamenn Novaya Gazeta náðu tali af segir þó að fangar hafi vitað af dauða Navalnís fjórum tímum áður. Þá hafi verið mikil læti í fangelsinu kvöldið áður og föngum gert að halda kyrru fyrir í híbýlum sínum. Morguninn eftir hafi fangaverðir farið yfir fangelsið og fjarlægt alla síma og aðra bannmuni, sem er reglulega gert í aðdraganda eftirlitsskoðunar í fanganýlendunni. Sjá einnig: Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Fanginn segir alla hafa vitað af dauðanum um klukkan tíu um morguninn. Hann segir líklegt að Navlní hafi dáið kvöldið áður. Sneri aftur eftir eitrun Navalní hafði setið í fangelsi frá árinu 2021 þegar hann hlaut tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt gerræðislegan. Ástæða þess að hann braut skilorðið var þó sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladimír Pútin, forseta Rússlands um að bera ábyrgð á eitruninni en notast var við taugaeitrið Novichok, sem einnig var notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Þrátt fyrir að eitrað hafi verið fyrir honum sneri Navalní aftur til Rússlands og var hann handtekinn strax eftir lendingu. Á undanförnum árum hefur fangelsisvist hans svo ítrekað verið lengd, nú síðast um nítján ár. Bróðir Navalnís eftirlýstur Oleg Navalní, bróðir Alexeis, er eftirlýstur í Rússlandi á nýjan leik. Ríkismiðlar Rússlands tilkynntu í morgun að hann væri til rannsóknar en fyrir hvað er ekki ljóst. Oleg var árið 2014 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir svik. Því hefur lengi verið haldið fram að hann hafi verið dæmdur til að auka þrýsting á Alexei. Hann var einnig dæmdur í tveggja ára skilorð árið 2021 fyrir að hvetja til mótmæla á samfélagsmiðlum og brjóta þar með sóttvarnarreglur.
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47 Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12 Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15 Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34
Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47
Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12
Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands minnast Navalní Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands í Rússlandi lögðu báðir blóm að minnisvarða um andófsmanninn Alexei Navalní nú um helgina. Talið er að um 400 manns hafi verið handteknir á fjöldafundum í kjölfar dauða Navalní í síðustu viku. 19. febrúar 2024 08:15
Minnisvarðar um Navalní fjarlægðir og hundrað handteknir Blómvendir sem almenningur í Rússlandi hefur lagt niður við minnisvarða víðsvegar um Rússland, eftir að Alexei Navalní dó í fangelsi í Síberíu í gær, voru víða fjarlægðir af óeinkennisklæddum mönnum. Í einhverjum tilfellum horfðu lögregluþjónar á. 17. febrúar 2024 10:40