Látum ekki hræða okkur Daníel E. Arnarsson skrifar 20. febrúar 2024 05:00 „Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma. Nú langar mig að segja „spegill“ við þetta sama fólk, sem keppist við gera málaflokkinn tortryggilegan, tala um að hér sé ófremdarástand og allt á niðurleið – út af þessum útlendingum. Þess háttar málflutningur mun koma til með að auka útlendingaandúð og rasisma. Eins óþolandi afmanneskjuvæðandi og það er að tala um tölur, peninga og annað þegar kemur að fólki þá skulum við samt ræða þetta - fyrst þið hafið fært þetta á þennan stað. Tökum umræðuna sem svo mörg eru að kalla á eftir. Íslenska ríkið ákvað að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa viðbótarvernd. Sömu stjórnmálamenn og lýsa nú yfir „ófremdarástandi“. Þetta var ákvörðun þeirra. Að sjálfsögðu hefur þessi ákvörðun leitt af sér aukningu umsókna fólks frá Venesúela – og því ber að fagna. Skv. gögnum frá félagsmálaráðuneytinu síðan í maí 2023 þá sýna þau að atvinnuþátttaka þeirra er meiri en Íslendinga. Samtök atvinnulífsins hafa einmitt sagt að við þurfum fleira fólk til þess að halda innviðum gangandi og byggja þá upp. Þessir sömu innviðir og sumt stjórnmálafólk vill segja að séu „í molum“. Er fólkið frá Venesúela mögulega að halda þeim gangandi? Íslenska ríkið ákvað líka að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Að sjálfsögðu. Það þarf ekki að rökstyðja það að neinu leyti hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Við eigum að aðstoða stríðshrjáð lönd. Er þetta fólkið sem er að sliga okkur? Eru þessar manneskjur vandamálið? Þýddi úkraínski fáninn sem þið settuð upp á Facebook ekki neitt? Ef íslenska ríkið tekur ákvörðun um að taka á móti fólki á fjöldaflótta þá þarf að vera plan, auðvitað. Það þarf að gera vel og af virðingu. Vandamál innviða á Íslandi er mun eldri og víðtækari heldur en svo að það sé hægt að kenna þessu „ófremdarástandi“ í útlendingamálum um. Það er hrollvekjandi að horfa upp á stjórnmálafólk á Íslandi færa umræðuna á þennan stað, hræða fólk og nota til þess tölur sem eru samhengislausar. Ef við tökum fjöldaflóttafólkið (sem ríkið bauð hingað og tók ákvörðun um að þeim yrði boðið) til hliðar við opinberar tölur þá fáum við eftirfarandi skv. vef Útlendingastofnunar: 2021: 875 umsóknir. 2022: 964 umsóknir 2023(jan-nóv): 892 umsóknir Hvar er ófremdarástandið? Af hverju er verið að hræða okkur svona? Mér finnst lítilmannlegt að gera svo lítið úr lífi manneskja að þau eru ekkert annað en vandamál og baggi á innviðum. Innviðauppbygging á Íslandi er miklu flóknara fyrirbrigði heldur en að kenna litlum hópi samfélagsins um. Við buðum hingað fólki í neyð og núna látum við eins og þau séu stórvandamál? Þetta elur á rasisma og fordómum, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Andaðu með nefinu” var vanalega setningin sem ég fékk að heyra þegar ég tjáði mig um útlendingamál á sínum tíma. Nú langar mig að segja „spegill“ við þetta sama fólk, sem keppist við gera málaflokkinn tortryggilegan, tala um að hér sé ófremdarástand og allt á niðurleið – út af þessum útlendingum. Þess háttar málflutningur mun koma til með að auka útlendingaandúð og rasisma. Eins óþolandi afmanneskjuvæðandi og það er að tala um tölur, peninga og annað þegar kemur að fólki þá skulum við samt ræða þetta - fyrst þið hafið fært þetta á þennan stað. Tökum umræðuna sem svo mörg eru að kalla á eftir. Íslenska ríkið ákvað að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa viðbótarvernd. Sömu stjórnmálamenn og lýsa nú yfir „ófremdarástandi“. Þetta var ákvörðun þeirra. Að sjálfsögðu hefur þessi ákvörðun leitt af sér aukningu umsókna fólks frá Venesúela – og því ber að fagna. Skv. gögnum frá félagsmálaráðuneytinu síðan í maí 2023 þá sýna þau að atvinnuþátttaka þeirra er meiri en Íslendinga. Samtök atvinnulífsins hafa einmitt sagt að við þurfum fleira fólk til þess að halda innviðum gangandi og byggja þá upp. Þessir sömu innviðir og sumt stjórnmálafólk vill segja að séu „í molum“. Er fólkið frá Venesúela mögulega að halda þeim gangandi? Íslenska ríkið ákvað líka að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Að sjálfsögðu. Það þarf ekki að rökstyðja það að neinu leyti hvers vegna sú ákvörðun var tekin. Við eigum að aðstoða stríðshrjáð lönd. Er þetta fólkið sem er að sliga okkur? Eru þessar manneskjur vandamálið? Þýddi úkraínski fáninn sem þið settuð upp á Facebook ekki neitt? Ef íslenska ríkið tekur ákvörðun um að taka á móti fólki á fjöldaflótta þá þarf að vera plan, auðvitað. Það þarf að gera vel og af virðingu. Vandamál innviða á Íslandi er mun eldri og víðtækari heldur en svo að það sé hægt að kenna þessu „ófremdarástandi“ í útlendingamálum um. Það er hrollvekjandi að horfa upp á stjórnmálafólk á Íslandi færa umræðuna á þennan stað, hræða fólk og nota til þess tölur sem eru samhengislausar. Ef við tökum fjöldaflóttafólkið (sem ríkið bauð hingað og tók ákvörðun um að þeim yrði boðið) til hliðar við opinberar tölur þá fáum við eftirfarandi skv. vef Útlendingastofnunar: 2021: 875 umsóknir. 2022: 964 umsóknir 2023(jan-nóv): 892 umsóknir Hvar er ófremdarástandið? Af hverju er verið að hræða okkur svona? Mér finnst lítilmannlegt að gera svo lítið úr lífi manneskja að þau eru ekkert annað en vandamál og baggi á innviðum. Innviðauppbygging á Íslandi er miklu flóknara fyrirbrigði heldur en að kenna litlum hópi samfélagsins um. Við buðum hingað fólki í neyð og núna látum við eins og þau séu stórvandamál? Þetta elur á rasisma og fordómum, með tilheyrandi samfélagslegum vandamálum í framtíðinni. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun