Sjálfstæðismenn skriðið í eina sæng með röngum bandamanni Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2024 16:28 Inga hélt því fram að á Íslandi ríkti algert ófremdarástand í málefnum hælisleitenda, á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn alla ábyrgð. Guðrún var til andmæla en Ingu varð ekki hnikað. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, beindi fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi nú áðan. Og vandaði Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í leiðinni. „Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira