Tvær konur geta leyst stóru málin Sandra B. Franks skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun