Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 06:48 Kona gengur framhjá líkum fyrir utan líkhúsið við Al Aqsa sjúkrahúsið í Deir al Balah á Gasa. AP/Adel Hana Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Samkvæmt AFP sagði Gantz á ráðstefnu með bandarískum leiðtogum gyðinga í Jerúsalem í gær að alþjóðasamfélagið og leiðtogar Hamas þyrftu að átta sig á því að ef gíslarnir yrðu ekki frelsaðir fyrir Ramadan, myndu aðgerðir hersins halda áfram, meðal annars í Rafah. Hann sagði að ráðist yrði í þær samhliða samtali við Bandaríkjamenn og Egypta, til að greiða fyrir rýmingu svæðisins og freista þess að draga eins mikið úr mannfalli meðal almennra borgara og hægt væri. Þrátt fyrir að orð Gantz virðist fela í sér að Ísraelsmenn myndu íhuga að falla frá innrás í Rafah ef gíslunum yrði sleppt rímar það ekki við það sem forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hefur sagt en hann hefur ítrekað að nauðsynlegt sé að fara inn á svæðið til að eyðileggja göng og uppræta Hamas endanlega. Erlendir leiðtogar og hjálparsamtök hafa ítrekað biðlað til stjórnvalda í Ísrael um að falla frá fyrirætlunum sínum en erfitt er að sjá hvert hinn gríðarlegi fjöldi sem nú hefst við í Rafah ætti að flýja. Þá er mannúðarkerfið á svæðinu sagt vera í molum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á morgun greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa en Bandaríkjamenn hafa þegar sagst munu beita neitunarvaldinu gegn tillögunni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ramadan, föstumánuður múslima, hefst 10. mars. Samkvæmt AFP sagði Gantz á ráðstefnu með bandarískum leiðtogum gyðinga í Jerúsalem í gær að alþjóðasamfélagið og leiðtogar Hamas þyrftu að átta sig á því að ef gíslarnir yrðu ekki frelsaðir fyrir Ramadan, myndu aðgerðir hersins halda áfram, meðal annars í Rafah. Hann sagði að ráðist yrði í þær samhliða samtali við Bandaríkjamenn og Egypta, til að greiða fyrir rýmingu svæðisins og freista þess að draga eins mikið úr mannfalli meðal almennra borgara og hægt væri. Þrátt fyrir að orð Gantz virðist fela í sér að Ísraelsmenn myndu íhuga að falla frá innrás í Rafah ef gíslunum yrði sleppt rímar það ekki við það sem forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hefur sagt en hann hefur ítrekað að nauðsynlegt sé að fara inn á svæðið til að eyðileggja göng og uppræta Hamas endanlega. Erlendir leiðtogar og hjálparsamtök hafa ítrekað biðlað til stjórnvalda í Ísrael um að falla frá fyrirætlunum sínum en erfitt er að sjá hvert hinn gríðarlegi fjöldi sem nú hefst við í Rafah ætti að flýja. Þá er mannúðarkerfið á svæðinu sagt vera í molum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun á morgun greiða atkvæði um tillögu um vopnahlé á Gasa en Bandaríkjamenn hafa þegar sagst munu beita neitunarvaldinu gegn tillögunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira