Gestirnir frá Magdeburg leiddu bróðurpartinn af leiknum og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. Heimamenn sýndu þó mikla seiglu, jöfnuðu þegar um átta mínútur voru eftir og skoruðu svo sigurmarkið í blálokin.
Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg en þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason komust hvorugir á blað.