Miklar framkvæmdir í Hveragerði og allt að gerast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2024 13:31 Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar fagnar allri uppbyggingu og framkvæmdum í Hveragerði enda segir hún einstaklega gott að búa í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er engin lognmolla í Hveragerði um þessar mundir því þar eru miklar framkvæmdir í gangi og mikið byggt. Til að mynda á að fara að byggja nýjan leikskóla og þá er verið að stækka grunnskólann og íþróttahúsið svo eitthvað sé nefnt. Það er allt að gerast í Hveragerði því þar eru miklar framkvæmdir í gangi enda mikil uppbygging í bæjarfélaginu á fjölmörgum sviðum eins og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar þekkir manna best. „Þetta er stækkandi bær, fjölmargir að byggja húsnæði og svo erum við líka í ýmsum framkvæmdum sveitarfélagið. Við erum að fara að byggja leikskóla, við erum að stækka grunnskólann og svo er búið að samþykkja að ráðast í gervigrasvöll upp í dal, keppnisvöll og svo erum við líka að stækka íþróttahúsið,” segir Jóhanna. Jóhanna Ýr segist vera mjög ánægð með allar þessar framkvæmdir í bæjarfélaginu og ekki síður hvað íbúum er að fjölga í Hveragerði. „Þetta er ótrúlega fallegt bæjarstæði og ef ég tala út frá sjálfri mér þá finnst mér bara mikil forréttindi í því að búa í svona fallegum bæ þar sem náttúran er allt í kring svona falleg. Að geta bara farið í gönguskóna eða strigaskóna og þú gengur í fimm mínútur og þá ertu bara komin í guðsgræna náttúruna.” Náttúran í kringum Hveragerðisbæ er einstaklega falleg.Aðsend Og er nægilegt lóðaframboð hjá ykkur? „Já, við eigum nokkrar lóðir á lausu eins og er. Við erum með lóðir við Varmánna, sem eru ákaflega fallegar lóðir, þar eru nokkrar lausar lóðir og svo erum við líka að skoða áframhaldandi uppbyggingu í Kambalandi,” segir Jóhanna Ýr, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar um leið og hún hvetur áhugasama á fá sér ísrúnt í Hveragerði og skoða bæjarfélagið og alla uppbyggingu sem á sér þar stað. Sundlaugin í Laugaskarði er ein af perlunum í Hveragerði, sem heimamenn og aðrir eru duglegir að nýta sér.Aðsend Hveragerði Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Það er allt að gerast í Hveragerði því þar eru miklar framkvæmdir í gangi enda mikil uppbygging í bæjarfélaginu á fjölmörgum sviðum eins og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar þekkir manna best. „Þetta er stækkandi bær, fjölmargir að byggja húsnæði og svo erum við líka í ýmsum framkvæmdum sveitarfélagið. Við erum að fara að byggja leikskóla, við erum að stækka grunnskólann og svo er búið að samþykkja að ráðast í gervigrasvöll upp í dal, keppnisvöll og svo erum við líka að stækka íþróttahúsið,” segir Jóhanna. Jóhanna Ýr segist vera mjög ánægð með allar þessar framkvæmdir í bæjarfélaginu og ekki síður hvað íbúum er að fjölga í Hveragerði. „Þetta er ótrúlega fallegt bæjarstæði og ef ég tala út frá sjálfri mér þá finnst mér bara mikil forréttindi í því að búa í svona fallegum bæ þar sem náttúran er allt í kring svona falleg. Að geta bara farið í gönguskóna eða strigaskóna og þú gengur í fimm mínútur og þá ertu bara komin í guðsgræna náttúruna.” Náttúran í kringum Hveragerðisbæ er einstaklega falleg.Aðsend Og er nægilegt lóðaframboð hjá ykkur? „Já, við eigum nokkrar lóðir á lausu eins og er. Við erum með lóðir við Varmánna, sem eru ákaflega fallegar lóðir, þar eru nokkrar lausar lóðir og svo erum við líka að skoða áframhaldandi uppbyggingu í Kambalandi,” segir Jóhanna Ýr, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar um leið og hún hvetur áhugasama á fá sér ísrúnt í Hveragerði og skoða bæjarfélagið og alla uppbyggingu sem á sér þar stað. Sundlaugin í Laugaskarði er ein af perlunum í Hveragerði, sem heimamenn og aðrir eru duglegir að nýta sér.Aðsend
Hveragerði Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira