Dádýr í bílljósum Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun