Dádýr í bílljósum Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. febrúar 2024 12:00 Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Það er kostulegt að sjá núna hvern „eðalkratann“ af fætur öðrum, tengja ummæli Kristrúnar Frostadóttur um hælisleitendamálin við jafnaðarmennsku. Kjarninn orðum Kristrúnar er, að það sé ekki bæði hægt að vera með opin landamæri og á sama tíma að reka hér gott velferðarkerfi. Á meðan sé ekki hægt að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, reka hér þokkalegt heilbrigðiskerfi og tryggja öryrkjum trausta afkomu, þá sé stefnan um opin landamæri sem hér er rekin, með stöðugum straumi hælisleitenda hingað ekki að virka. „Eðalkratarnir“ skauta, eins og þeim er gjarnan tamt, auðvitað framhjá kjarnanum í orðum Kristrúnar og hengja sig í orðum eins og „sjálfbærni“, en taka ekki beinlínis afstöðu til þess sem hingað til í umræðunni hefur þótt vera merki argasta rasisma þ.e. að etja saman opnum landamærum og velferðarkerfinu okkar. Hitt er aftur á móti alveg ljóst, að nái Kristrún að berja í gegn þessa nýju stefnu sína í hælisleitendamálum, að þá megi segja að svokallaður „Jóhönnuarmur“ Samfylkingarnar sé allur. En sá armur hefur verið verulegur hælbítur á gengi Samfylkingarnar, síðan fulltrúi þess arms tapaði fyrir Árna Páli Árnasyni í formannskosningu í Samfylkingunni árið 2013. Þessi svokallaða „nýja Samfylking“ er þó í rauninni ekkert ný af nálinni. Heldur er þessi týpa af Samfylkingunni, nánast eftirlíking af þeirri týpu sem ráðandi var frá stofnun flokksins um síðustu aldamót og fram að hruni. Á meðan þetta allt gengur yfir, hefur sá flokkur sem hingað til hefur talið sig með réttu vera burðarflokkur íslenskra stjórnmála í krónískri krísu vegna hælisleitendamálanna. Enda flokkurinn í vonlausu stjórnarsamstarfi samstarfi, sem líkja má við ástlaust hjónaband, með smáflokk á vinstri kantinum sem hafnar öllum marktækum stefnubreytingum í málefnum hælisleitenda. Í þessu samstarfi er svo einnig, svokallaður miðjuflokkur sem tæplega bærir á sér, nema þegar gefið er á garðann. Þegar meintur burðarflokkur mætir andstöðu í ríkisstjórn með raunhæfar breytingar á hælisleitendalöggjöfinni, kiknar hann í hnjánum og stendur á brauðfótum, gagnvart litla vinstri „risanum“. Burðarflokkurinn státar sig reyndar af því, að með því að gefa stöðugt eftir í málefnum hælisleitenda, takist honum að stöðva ýmis bullmál frá litla vinstri flokknum. Staða svokallaðs burðarflokks, sem í daglegu tali kallast Sjálfstæðisflokkur, er því í stuttu máli sú, að líkja má honum við dádýr í bílljósum, sem bíður með angistarsvip eftir því að trukkurinn sem í daglegu tali kallast Samfylking keyri yfir hann. Trukkurinn nálgast og eina von dádýrsins er að stökkva út úr ljósgeislanum. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint. Sjálfstæðisflokkurinn þarf með öðrum orðum, að fara að gera alvöru kröfur um að marktækar breytingar verði gerðar á hælisleitendalöggjöfinni og til tilbreytingar að standa í lappirnar þegar það verður gert. Frumvarp um lokað búsetuúrræði, ef það kemst ómengað undan ofurvaldi Vinstri grænna, er skref í áttina. En samt ekki nóg, ef að á meðan helst straumur hælisleitenda óbreyttur eða hann eykst. Tækifærið til þess að stökkva út úr ljósgeislanum er núna og munu því næstu vikur skera úr um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé sá burðarflokkur íslenskra stjórnmála sem hann telur sér trú um að hann sé. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar