Ísteka stefnir íslenska ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2024 09:48 Arnþór Guðlaugsson er framkvæmdastjóri Ísteka. Vísir/Elín Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Bændablaðið greindi frá þessu á dögunum en Bændasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Samtökin myndu sækja bætur vegna málsins. Málið var þingfest þann 7. febrúar og flýtimeðferð fyrir dómstólum. Í ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra fólst að reglugerð sem átti við um starfsemi Ísteka, sem einblínir á blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi. Starfsemin væri þess í stað felld undir reglugerð um dýratilraunir. Sú reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Hafna því að um dýratilraun sé að ræða Ísteka var upplýst um ákvörðun ráðherra í september í fyrra og krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. „Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu í samtali við Bændablaðið. Þannig eigi reglugerð um dýratilraunir ekki við um starfsemina og matvælaráðherra hafi því skort lagaheimild til að fella hana þar undir. Ákvörðunin feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til. Mörg störf tapist Bændasamtökin sögðu í nóvember að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars í áliti Bændasamtakanna frá í nóvember. Dýraheilbrigði Blóðmerahald Dómsmál Tengdar fréttir „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55 Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Bændablaðið greindi frá þessu á dögunum en Bændasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessa ákvörðun stjórnvalda og hún meðal annars sögð skerða atvinnufrelsi, þar sem fyrirsjáanlegt sé að fjöldi hryssa í blóðtökustarfsemi verði takmarkaður. Samtökin myndu sækja bætur vegna málsins. Málið var þingfest þann 7. febrúar og flýtimeðferð fyrir dómstólum. Í ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra fólst að reglugerð sem átti við um starfsemi Ísteka, sem einblínir á blóðtöku úr fylfullum hryssum, var felld úr gildi. Starfsemin væri þess í stað felld undir reglugerð um dýratilraunir. Sú reglugerð felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Hafna því að um dýratilraun sé að ræða Ísteka var upplýst um ákvörðun ráðherra í september í fyrra og krefst þess fyrir dómi að viðurkennt verði að ákvörðun matvælaráðherra hafi verið óheimil. „Félagið byggir einkum á því að starfsemi tengd blóðnytjum úr fylfullum hryssum feli ekki í sér dýratilraun heldur sé landbúnaðarframleiðsla til afurðanýtingar sem hafi verið framkvæmd með óbreyttum hætti til áratuga,“ segir Peter Dalmay, lögmaður Ísteka í málinu í samtali við Bændablaðið. Þannig eigi reglugerð um dýratilraunir ekki við um starfsemina og matvælaráðherra hafi því skort lagaheimild til að fella hana þar undir. Ákvörðunin feli jafnframt í sér íþyngjandi höft á stjórnarskrárvörðu atvinnufrelsi félagsins sem hefði þurft að byggja á málefnalegum forsendum, auk þess sem meðalhófs hafi ekki verið gætt við töku ákvörðunarinnar og gengið mun lengra en nauðsyn hafi borið til. Mörg störf tapist Bændasamtökin sögðu í nóvember að „mikil óvissa hafi skapast um starfsemina auk þess sem ákvörðunin er líkleg til að skapa bæði íþyngjandi og ósanngjarnar afleiðingar fyrir bændur og þá starfsmenn í þeim afleiddu störfum sem koma að starfseminni“. Blóðmerahald fari fram á 90 stöðum og blóð tekið úr um 5.000 hryssum. Umfangið gefi til kynna hversu mörg störf myndu tapast. „Sú starfsemi sem hér um ræðir hefur verið stunduð í hartnær 50 ár og verður rakin til rannsókna frá 5. og 6. áratug 20. aldar, svo auðveldlega er hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli undir starfsvenjur í landbúnaði og á því reglugerð nr. 460/2017 ekki við um blóðtöku úr fylfullum hryssum,“ segir meðal annars í áliti Bændasamtakanna frá í nóvember.
Dýraheilbrigði Blóðmerahald Dómsmál Tengdar fréttir „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55 Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09
Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24. nóvember 2023 07:55
Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. 16. september 2023 15:13
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent