Framúrskarandi Landspítali Willum Þór Þórsson skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Landspítalinn er þungamiðja íslenskrar heilbrigðisþjónustu og gegnir fjölbreyttu og veigamiklu hlutverki innan kerfisins í heild sem háskólasjúkrahús landsins. Starfsemi Landspítala er í stöðugri þróun og vexti og aldrei hafa fleiri einstaklingar starfað á spítalanum og árið 2023. Undanfarin ár hafa verið viðburðarík í starfsemi Landspítala sem gengið hefur í gegnum ákveðið umbreytingarskeið í þeim tilgangi að styrkja stöðu og hlutverk spítalans fyrir heilbrigðiskerfið í heild, í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Breyttar áherslur og skipulag Á árinu 2022 var stjórnskipulag spítalans styrkt í þeim tilgangi að auka stuðning við stjórnendur. Skipuð var stjórn sem fékk það hlutverk að marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum ásamt því að styðja við faglegan rekstur spítalans. Þá réðust stjórnendur í umfangsmikla greiningarvinnu á skipulagi spítalans í samvinnu og samráði við stjórn og fagráð spítalans. Sú vinna dró fram mikilvægi þess að fara í ákveðnar breytingar á innra skipulagi til að ná fram mikilvægum umbótum á þjónustu og meiri skilvirkni í þjónustu og rekstri. Breytt skipulag leggur áherslu á að styrkja klíníska starfsemi spítalans með því að færa ákvörðunarvald og ábyrgð nær framlínu starfsemi stofnunarinnar og einfalda skipulag hennar. Breytingarnar miða einnig að því að efla hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahús og auka veg vísindastarfs innan hans. Hið nýja skipurit tók gildi 1. janúar 2023 og ný framkvæmdastjórn tók til starfa. Þjónustutengd fjármögnun skilar árangri Samhliða innleiðingu nýs skipulags hefur markvisst verið unnið að ýmsum umbótum í starfsemi og rekstri spítalans. Mikilvægur liður í þeirri vinnu snýr að innleiðingu á þjónustutengdri fjármögnun. Á árinu 2023 voru stigin afgerandi skref við innleiðingu þess og er Landspítali nú fjármagnaður í auknu mæli með þjónustutengdri fjármögnun í gegnum samning við Sjúkratryggingar Íslands. Slík fjármögnun er afkastatengd og hvetur þar af leiðandi til aukinnar framleiðni. Fjármögnunin endurspeglar raunverulegt umfang þjónustunnar og raunkostnað við veitingu hennar. Til viðbótar við umbætur í skipulagi og nýtt fjármögnunarkerfi þá hefur Landspítali unnið að fjölmörgum umbótaverkefnum til að bæta þjónustu við sjúklinga. Í því samhengi má nefna nýja bráðadagdeild lyflækninga ásamt fjarþjónustu lyflækninga til stuðnings og ráðgjafar við aðrar heilbrigðisstofnanir og þjónustuveitendur. Lágþröskuldaþjónusta göngudeildar smitsjúkdóma var sett á fót en hún gefur vímuefnanotendum greiðara aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá var komið á fót sex stöðugildum félagsráðgjafa og sálfræðinga til að bæta þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á bráðamóttöku, með sérstakri viðbótarfjárveitingu. Afköst hafa aukist og rekstur er í jafnvægi Í ljósi þeirra umbóta sem átt hefur sér stað á Landspítala þá er afar ánægjulegt að rýna í starfsemistölur spítalans á árinu 2023 og sjá að þessar breytingar og aðgerðir eru að bera raunverulegan árangur. Afköst spítalans hafa aukist umtalsvert á sama tíma og spítalinn skilaði hagstæðri rekstrarafkomu sem nemur, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, rúmum 600 milljónum króna. Aukning á skurðaðgerðum sem framkvæmdar voru á spítalanum frá fyrra ári nam rúmlega 8%. Enn fremur fjölgaði legum um 4,3% og heimsóknum á dag- og göngudeildir um 7,7%. Hlutfall dagdeildaraðgerða hefur nær tvöfaldast milli ára sem er afar jákvæð þróun. Þá hafa stafræn samskipti aukist til muna, eða um 7%, en við vitum að stafvæðing í heilbrigðisþjónustu er einn lykilþátturinn í því að okkur takist að mæta lýðfræðilegum breytingum og veita þar með vaxandi hópi sjúklinga góða og árangursríka þjónustu í framtíðinni. Biðtími styttist og færri bíða Með auknum afköstum og skilvirkni hefur bið eftir ýmissi þjónustu styst umtalsvert. Um nýliðin áramót hafðist það markmið að ekkert barn beið eftir þjónustu barna og unglingadeildar Landspítala (BUGL) lengur en 90 daga, í samræmi við viðmið embættis landlæknis. Minnismóttaka Landspítala hefur náð með markvissum hætti að stytta bið eftir þjónustu úr 9 mánuðum í september 2022 niður í 3 mánuði á árinu 2023 og þá hefur bið eftir ýmsum valkvæðum skurðaðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum styst töluvert. Árangur er ekki aðeins mældur í afköstum eða nýtingu heldur er mikilvægt að horfa einnig til gæða þjónustunnar og árangurs af veittri meðferð. Í því samhengi er árangur spítalans og íslenska heilbrigðiskerfisins eftirtektarverður. Sá árangur kemur skýrt fram þegar horft er til árangurs af meðferð bráðatilvika sem og algengra sjúkdóma, í alþjóðlegum samanburði. Upplifun notenda er einnig mikilvægur mælikvarði. Samkvæmt þjónustukönnun Landspítala sem er framkvæmd árlega má sjá jákvæða þróun á upplifun sjúklinga af þjónustu. Þegar litið er til reynslu sjúklinga í heild af síðustu innlögn fær spítalinn að meðaltali einkunnina 8,34 af 10 og hækkar annað árið í röð. Spítali á heimsmælikvarða Þrátt fyrir fámenni íslensku þjóðarinnar þá býr gríðarleg sérþekking og verðmætur mannauður innan spítalans og íslenska heilbrigðiskerfisins sem leggur sig fram um það, á hverjum degi, að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Okkur hefur tekist að veita greiðan aðgang að mjög sérhæfðri heilbrigðisþjónustu og reka hér háskólasjúkrahús í fremstu röð. Það verður því ekki annað sagt en að Landspítalinn kemur bæði sterkari og öflugri undan árinu 2023. Stjórnendur og starfsfólk Landspítala eiga heiður skilið fyrir þá umfangsmiklu umbótavinnu sem átt hefur sér stað á spítalanum og það á öllum að vera það ljóst að árangur Landspítala er árangur starfsfólksins sem þar starfar. Við getum öll verið stolt af því starfi sem fram fer á spítalanum okkar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Landspítalinn er þungamiðja íslenskrar heilbrigðisþjónustu og gegnir fjölbreyttu og veigamiklu hlutverki innan kerfisins í heild sem háskólasjúkrahús landsins. Starfsemi Landspítala er í stöðugri þróun og vexti og aldrei hafa fleiri einstaklingar starfað á spítalanum og árið 2023. Undanfarin ár hafa verið viðburðarík í starfsemi Landspítala sem gengið hefur í gegnum ákveðið umbreytingarskeið í þeim tilgangi að styrkja stöðu og hlutverk spítalans fyrir heilbrigðiskerfið í heild, í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Breyttar áherslur og skipulag Á árinu 2022 var stjórnskipulag spítalans styrkt í þeim tilgangi að auka stuðning við stjórnendur. Skipuð var stjórn sem fékk það hlutverk að marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum ásamt því að styðja við faglegan rekstur spítalans. Þá réðust stjórnendur í umfangsmikla greiningarvinnu á skipulagi spítalans í samvinnu og samráði við stjórn og fagráð spítalans. Sú vinna dró fram mikilvægi þess að fara í ákveðnar breytingar á innra skipulagi til að ná fram mikilvægum umbótum á þjónustu og meiri skilvirkni í þjónustu og rekstri. Breytt skipulag leggur áherslu á að styrkja klíníska starfsemi spítalans með því að færa ákvörðunarvald og ábyrgð nær framlínu starfsemi stofnunarinnar og einfalda skipulag hennar. Breytingarnar miða einnig að því að efla hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahús og auka veg vísindastarfs innan hans. Hið nýja skipurit tók gildi 1. janúar 2023 og ný framkvæmdastjórn tók til starfa. Þjónustutengd fjármögnun skilar árangri Samhliða innleiðingu nýs skipulags hefur markvisst verið unnið að ýmsum umbótum í starfsemi og rekstri spítalans. Mikilvægur liður í þeirri vinnu snýr að innleiðingu á þjónustutengdri fjármögnun. Á árinu 2023 voru stigin afgerandi skref við innleiðingu þess og er Landspítali nú fjármagnaður í auknu mæli með þjónustutengdri fjármögnun í gegnum samning við Sjúkratryggingar Íslands. Slík fjármögnun er afkastatengd og hvetur þar af leiðandi til aukinnar framleiðni. Fjármögnunin endurspeglar raunverulegt umfang þjónustunnar og raunkostnað við veitingu hennar. Til viðbótar við umbætur í skipulagi og nýtt fjármögnunarkerfi þá hefur Landspítali unnið að fjölmörgum umbótaverkefnum til að bæta þjónustu við sjúklinga. Í því samhengi má nefna nýja bráðadagdeild lyflækninga ásamt fjarþjónustu lyflækninga til stuðnings og ráðgjafar við aðrar heilbrigðisstofnanir og þjónustuveitendur. Lágþröskuldaþjónusta göngudeildar smitsjúkdóma var sett á fót en hún gefur vímuefnanotendum greiðara aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá var komið á fót sex stöðugildum félagsráðgjafa og sálfræðinga til að bæta þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á bráðamóttöku, með sérstakri viðbótarfjárveitingu. Afköst hafa aukist og rekstur er í jafnvægi Í ljósi þeirra umbóta sem átt hefur sér stað á Landspítala þá er afar ánægjulegt að rýna í starfsemistölur spítalans á árinu 2023 og sjá að þessar breytingar og aðgerðir eru að bera raunverulegan árangur. Afköst spítalans hafa aukist umtalsvert á sama tíma og spítalinn skilaði hagstæðri rekstrarafkomu sem nemur, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, rúmum 600 milljónum króna. Aukning á skurðaðgerðum sem framkvæmdar voru á spítalanum frá fyrra ári nam rúmlega 8%. Enn fremur fjölgaði legum um 4,3% og heimsóknum á dag- og göngudeildir um 7,7%. Hlutfall dagdeildaraðgerða hefur nær tvöfaldast milli ára sem er afar jákvæð þróun. Þá hafa stafræn samskipti aukist til muna, eða um 7%, en við vitum að stafvæðing í heilbrigðisþjónustu er einn lykilþátturinn í því að okkur takist að mæta lýðfræðilegum breytingum og veita þar með vaxandi hópi sjúklinga góða og árangursríka þjónustu í framtíðinni. Biðtími styttist og færri bíða Með auknum afköstum og skilvirkni hefur bið eftir ýmissi þjónustu styst umtalsvert. Um nýliðin áramót hafðist það markmið að ekkert barn beið eftir þjónustu barna og unglingadeildar Landspítala (BUGL) lengur en 90 daga, í samræmi við viðmið embættis landlæknis. Minnismóttaka Landspítala hefur náð með markvissum hætti að stytta bið eftir þjónustu úr 9 mánuðum í september 2022 niður í 3 mánuði á árinu 2023 og þá hefur bið eftir ýmsum valkvæðum skurðaðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum styst töluvert. Árangur er ekki aðeins mældur í afköstum eða nýtingu heldur er mikilvægt að horfa einnig til gæða þjónustunnar og árangurs af veittri meðferð. Í því samhengi er árangur spítalans og íslenska heilbrigðiskerfisins eftirtektarverður. Sá árangur kemur skýrt fram þegar horft er til árangurs af meðferð bráðatilvika sem og algengra sjúkdóma, í alþjóðlegum samanburði. Upplifun notenda er einnig mikilvægur mælikvarði. Samkvæmt þjónustukönnun Landspítala sem er framkvæmd árlega má sjá jákvæða þróun á upplifun sjúklinga af þjónustu. Þegar litið er til reynslu sjúklinga í heild af síðustu innlögn fær spítalinn að meðaltali einkunnina 8,34 af 10 og hækkar annað árið í röð. Spítali á heimsmælikvarða Þrátt fyrir fámenni íslensku þjóðarinnar þá býr gríðarleg sérþekking og verðmætur mannauður innan spítalans og íslenska heilbrigðiskerfisins sem leggur sig fram um það, á hverjum degi, að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Okkur hefur tekist að veita greiðan aðgang að mjög sérhæfðri heilbrigðisþjónustu og reka hér háskólasjúkrahús í fremstu röð. Það verður því ekki annað sagt en að Landspítalinn kemur bæði sterkari og öflugri undan árinu 2023. Stjórnendur og starfsfólk Landspítala eiga heiður skilið fyrir þá umfangsmiklu umbótavinnu sem átt hefur sér stað á spítalanum og það á öllum að vera það ljóst að árangur Landspítala er árangur starfsfólksins sem þar starfar. Við getum öll verið stolt af því starfi sem fram fer á spítalanum okkar. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun