Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Jón Þór Stefánsson skrifar 15. febrúar 2024 17:54 Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. „Eins og staðan er núna erum við aðeins að ná að slá þessu niður, og við skulum vona að við getum haldið því þannig. Í þessu húsi er mikill eldsmatur, en við erum að vonast til að ráða við þetta áður en eitthvað verra gerist,“segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um eldsvoðann við Fellsmúla og Grensásveg sem hófst síðdegis í dag.Allt tiltækt lið vinnur við að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur lokað Fellsmúla og Grensásvegi. Stefán segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn með áframhaldið. Mynd frá vettvangi.Vísir/Sigurjón „Hann jókst bara. Það hefur kviknað í einhverju sem var ekki gott. Þetta er bara orðinn mikill eldur núna.“ sagði Stefán við fréttastofu fyrr í kvöld. Þegar eldurinn blossaði skyndilega upp og jókst umtalsvert. „Þetta er bara verra en þetta var,“ sagði hann. „Við ætlum bara að berjast við eldinn og slökkva þetta sem fyrst. Það er okkar aðalmál.“ Eldurinn er í iðnaðarhúsnæði, en í húsinu er til að mynda að finna hjólbarðaverkstæði N1 og Slippfélagið. Símaver Hreyfils er líka í húsinu, en starfsemi þess liggur niðir. Fólki er bent á að nota frekar appið til að panta leigubíl. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samkvæmt vitneskju sinni hefðu allir komist óhultir úr byggingunni. „Okkur gengur bærilega. Við höldum að við séum búin að einangra hann við tvö bil hérna. Við höldum að það sé lítil eða engin hætta að þetta fari í stóra húsið og ekki heldur í tengibyggingar til norðurs.“ Hann sagði ekki liggja fyrir að svo stöddu hvaðan eldurinn kviknaði. „Það er svolítið erfitt að átta sig á því. Eins og þú sérð er mikill reykur. Og við erum ekki að senda mennina djúpt inn heldur reynum við að slökkva þetta aðeins úr fjarlægð.“ Fólk hefur verið hvatt til að loka gluggum í nágrenni við eldinn.Slökkviliðið hefur kallað út auka mannafla sem var á frívakt vegna eldsins og berst enn hörðum höndum við að ráða niðurlögum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Beinu streymi Vísis af vettvangi er lokið. Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Eins og staðan er núna erum við aðeins að ná að slá þessu niður, og við skulum vona að við getum haldið því þannig. Í þessu húsi er mikill eldsmatur, en við erum að vonast til að ráða við þetta áður en eitthvað verra gerist,“segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um eldsvoðann við Fellsmúla og Grensásveg sem hófst síðdegis í dag.Allt tiltækt lið vinnur við að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur lokað Fellsmúla og Grensásvegi. Stefán segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn með áframhaldið. Mynd frá vettvangi.Vísir/Sigurjón „Hann jókst bara. Það hefur kviknað í einhverju sem var ekki gott. Þetta er bara orðinn mikill eldur núna.“ sagði Stefán við fréttastofu fyrr í kvöld. Þegar eldurinn blossaði skyndilega upp og jókst umtalsvert. „Þetta er bara verra en þetta var,“ sagði hann. „Við ætlum bara að berjast við eldinn og slökkva þetta sem fyrst. Það er okkar aðalmál.“ Eldurinn er í iðnaðarhúsnæði, en í húsinu er til að mynda að finna hjólbarðaverkstæði N1 og Slippfélagið. Símaver Hreyfils er líka í húsinu, en starfsemi þess liggur niðir. Fólki er bent á að nota frekar appið til að panta leigubíl. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samkvæmt vitneskju sinni hefðu allir komist óhultir úr byggingunni. „Okkur gengur bærilega. Við höldum að við séum búin að einangra hann við tvö bil hérna. Við höldum að það sé lítil eða engin hætta að þetta fari í stóra húsið og ekki heldur í tengibyggingar til norðurs.“ Hann sagði ekki liggja fyrir að svo stöddu hvaðan eldurinn kviknaði. „Það er svolítið erfitt að átta sig á því. Eins og þú sérð er mikill reykur. Og við erum ekki að senda mennina djúpt inn heldur reynum við að slökkva þetta aðeins úr fjarlægð.“ Fólk hefur verið hvatt til að loka gluggum í nágrenni við eldinn.Slökkviliðið hefur kallað út auka mannafla sem var á frívakt vegna eldsins og berst enn hörðum höndum við að ráða niðurlögum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Beinu streymi Vísis af vettvangi er lokið. Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira