Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Jón Þór Stefánsson skrifar 15. febrúar 2024 17:54 Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. „Eins og staðan er núna erum við aðeins að ná að slá þessu niður, og við skulum vona að við getum haldið því þannig. Í þessu húsi er mikill eldsmatur, en við erum að vonast til að ráða við þetta áður en eitthvað verra gerist,“segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um eldsvoðann við Fellsmúla og Grensásveg sem hófst síðdegis í dag.Allt tiltækt lið vinnur við að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur lokað Fellsmúla og Grensásvegi. Stefán segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn með áframhaldið. Mynd frá vettvangi.Vísir/Sigurjón „Hann jókst bara. Það hefur kviknað í einhverju sem var ekki gott. Þetta er bara orðinn mikill eldur núna.“ sagði Stefán við fréttastofu fyrr í kvöld. Þegar eldurinn blossaði skyndilega upp og jókst umtalsvert. „Þetta er bara verra en þetta var,“ sagði hann. „Við ætlum bara að berjast við eldinn og slökkva þetta sem fyrst. Það er okkar aðalmál.“ Eldurinn er í iðnaðarhúsnæði, en í húsinu er til að mynda að finna hjólbarðaverkstæði N1 og Slippfélagið. Símaver Hreyfils er líka í húsinu, en starfsemi þess liggur niðir. Fólki er bent á að nota frekar appið til að panta leigubíl. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samkvæmt vitneskju sinni hefðu allir komist óhultir úr byggingunni. „Okkur gengur bærilega. Við höldum að við séum búin að einangra hann við tvö bil hérna. Við höldum að það sé lítil eða engin hætta að þetta fari í stóra húsið og ekki heldur í tengibyggingar til norðurs.“ Hann sagði ekki liggja fyrir að svo stöddu hvaðan eldurinn kviknaði. „Það er svolítið erfitt að átta sig á því. Eins og þú sérð er mikill reykur. Og við erum ekki að senda mennina djúpt inn heldur reynum við að slökkva þetta aðeins úr fjarlægð.“ Fólk hefur verið hvatt til að loka gluggum í nágrenni við eldinn.Slökkviliðið hefur kallað út auka mannafla sem var á frívakt vegna eldsins og berst enn hörðum höndum við að ráða niðurlögum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Beinu streymi Vísis af vettvangi er lokið. Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
„Eins og staðan er núna erum við aðeins að ná að slá þessu niður, og við skulum vona að við getum haldið því þannig. Í þessu húsi er mikill eldsmatur, en við erum að vonast til að ráða við þetta áður en eitthvað verra gerist,“segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um eldsvoðann við Fellsmúla og Grensásveg sem hófst síðdegis í dag.Allt tiltækt lið vinnur við að slökkva eldinn. Slökkviliðið hefur lokað Fellsmúla og Grensásvegi. Stefán segist ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn með áframhaldið. Mynd frá vettvangi.Vísir/Sigurjón „Hann jókst bara. Það hefur kviknað í einhverju sem var ekki gott. Þetta er bara orðinn mikill eldur núna.“ sagði Stefán við fréttastofu fyrr í kvöld. Þegar eldurinn blossaði skyndilega upp og jókst umtalsvert. „Þetta er bara verra en þetta var,“ sagði hann. „Við ætlum bara að berjast við eldinn og slökkva þetta sem fyrst. Það er okkar aðalmál.“ Eldurinn er í iðnaðarhúsnæði, en í húsinu er til að mynda að finna hjólbarðaverkstæði N1 og Slippfélagið. Símaver Hreyfils er líka í húsinu, en starfsemi þess liggur niðir. Fólki er bent á að nota frekar appið til að panta leigubíl. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að samkvæmt vitneskju sinni hefðu allir komist óhultir úr byggingunni. „Okkur gengur bærilega. Við höldum að við séum búin að einangra hann við tvö bil hérna. Við höldum að það sé lítil eða engin hætta að þetta fari í stóra húsið og ekki heldur í tengibyggingar til norðurs.“ Hann sagði ekki liggja fyrir að svo stöddu hvaðan eldurinn kviknaði. „Það er svolítið erfitt að átta sig á því. Eins og þú sérð er mikill reykur. Og við erum ekki að senda mennina djúpt inn heldur reynum við að slökkva þetta aðeins úr fjarlægð.“ Fólk hefur verið hvatt til að loka gluggum í nágrenni við eldinn.Slökkviliðið hefur kallað út auka mannafla sem var á frívakt vegna eldsins og berst enn hörðum höndum við að ráða niðurlögum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Beinu streymi Vísis af vettvangi er lokið. Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun Viktor Freyr/Skuggi Ljósmyndun
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira