Hætt við að hætta með kartöflusalatið eftir tugi kvartana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2024 19:17 Jón Viðar segir að hlustað verði á óskir viðskiptavinanna. Kartöflusalatið verður því áfram á boðstólum á N1. Rekstraraðilar N1 bensínstöðva hafa hætt við að hætta að bjóða viðskiptavinum upp á pylsu með kartöflusalati eftir að tugir kvartana bárust starfsmönnum. Rekstrarstjóri segir að kartöflusalatið hafi átt að víkja fyrir franskri pylsu, en nú verði bæði í boði. „Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
„Við ætluðum að hætta með þetta og höfum verið að fækka útsölustöðum sem selja þetta en um leið og við byrjuðum að fækka stöðvunum þá fór fólk að hringja í okkur,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 í samtali við Vísi. Hann segir fyrirtækið hlusta á neytendur og því verði kartöflusalatið áfram í boði. Siggeir Fannar Ævarsson, Grindvíkingur með meiru og fyrrverandi framkvæmdastjóri Siðmenntar, vakti athygli á því að kartöflusalatið væri horfið á braut á bensínstöðvum N1 í færslu á Facebook í síðustu viku. Hann sagðist í gríni vera í tilfinningalegu uppnámi og margir taka undir með honum. „Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að taka þessum fréttum, ég er í töluverðu tilfinningalegu uppnámi enda hefur hinn klassíski réttur, beikonvafin pulsa með kartöflusalati, verið reglulegur partur af lífi mínu allt síðan árið 2002, þegar ég fékk bílpróf og varð tíður gestur á N1 í Hafnarfirði.“ Átti að víkja fyrir franskri pylsu Jón Viðar segir N1 ekki hafa farið varhluta af þessari umræðu. Til standi að gefa kartöflusalatinu eitt tækifæri enn og þróa vöruúrvalið út sumarið. Hann segir kartöflusalatið ekki hafa verið í boði í örstuttan tíma. „Það var bara örstutt. Sumar stöðvar voru reyndar hættar með þetta fyrir löngu síðan og þar hefur enginn kvartað eða spurt. Landsbyggðin virðist vera aðeins spenntari fyrir þessu en höfuðborgarbúar,“ segir Viðar léttur í bragði. Hann segir N1 hafa borist tugir kvartana eftir að kartöflusalatið hvarf alveg af matseðlinum. Það sé ljóst að stórum hópi þyki vænt um kartöflusalatið. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka þetta af seðlinum var sú að við erum komin með nýjan pylsurétt. Það eru franskar pylsur, hin eina sanna, og ætlunin var að taka þetta út á móti. En nú munum við bara bjóða upp á bæði, þangað til annað kemur í ljós.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira