Rákust á stóra torfu og fara í loðnumælingar Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 10:31 Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er á leiðinni að torfunni. Vísir/Vilhelm Fiskiskip á kolmunnaveiðum rakst á talsvert stóra uppsjávarfiskstorfu við aukaleit undan suðausturströnd landsins í gær. Hafrannsóknarstofnun mun hefja formlegar loðnumælingar í dag. Sviðsstjóri hjá Hafró segir um jákvæðar fréttir að ræða fyrir mögulega loðnuvertíð. Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, í samtali við Vísi. Hann greindi frá tíðindunum í morgunútvarpinu í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann segir að skip á kolmunnaveiðum hafi verið beðin um að framkvæma aukaleit á leið sinni í land og Svanur RE 45 hafi greint stóra torfu nálægt Rósagarðinum svokallaða undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Tvö önnur skip á svæðinu hafi sömuleiðis orðið vör við torfuna. Gæti líka verið síld Hafrannsóknarstofnun hafi ekki enn fengið sýni úr torfunni og því sé ekki hægt að fullyrða að um loðnu sé að ræða. Guðmundur telur þó líklegra að um loðnu en síld hafi verið að ræða. Hann segir að rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafi verið stefnt að svæðinu til mælinga. Hann verði kominn þangað síðdegis í dag og niðurstöðu sé að vænta um helgina eða snemma eftir helgi. Þá sé uppsjávarskipið Polar Ammassak á leið að Rósagarðinum til mælinga. Það hefur verið undan Vestfjörðum við skipulagða loðnuleit. Halda enn í vonina og fá jákvæð tíðindi Sú leit skilaði dræmum niðurstöðum en hafró tilkynnti í fyrradag að sáralítið hefði fundist af loðnu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Fréttastofan heyrði þá hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. „Það er jákvætt, ef þetta er loðna, að við séum loks að sjá loðnugöngu koma hingað til hrygningar. Við höfum ekki séð það það sem af er ári. Það er það jákvæða við þetta en svo verður að koma í ljós hvort magnið sé nægilegt til að gefa út kvóta. Það skýrist ekki fyrr en eftir helgi eða um helgina, á ég von á,“ segir Guðmundur. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þetta segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, í samtali við Vísi. Hann greindi frá tíðindunum í morgunútvarpinu í Ríkisútvarpinu í morgun. Hann segir að skip á kolmunnaveiðum hafi verið beðin um að framkvæma aukaleit á leið sinni í land og Svanur RE 45 hafi greint stóra torfu nálægt Rósagarðinum svokallaða undan suðausturströnd Íslands á Íslands-Færeyjahrygg. Tvö önnur skip á svæðinu hafi sömuleiðis orðið vör við torfuna. Gæti líka verið síld Hafrannsóknarstofnun hafi ekki enn fengið sýni úr torfunni og því sé ekki hægt að fullyrða að um loðnu sé að ræða. Guðmundur telur þó líklegra að um loðnu en síld hafi verið að ræða. Hann segir að rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafi verið stefnt að svæðinu til mælinga. Hann verði kominn þangað síðdegis í dag og niðurstöðu sé að vænta um helgina eða snemma eftir helgi. Þá sé uppsjávarskipið Polar Ammassak á leið að Rósagarðinum til mælinga. Það hefur verið undan Vestfjörðum við skipulagða loðnuleit. Halda enn í vonina og fá jákvæð tíðindi Sú leit skilaði dræmum niðurstöðum en hafró tilkynnti í fyrradag að sáralítið hefði fundist af loðnu undan Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Fréttastofan heyrði þá hljóðið í forystumönnum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja, þeim Gunnþóri Ingvasyni frá Síldarvinnslunni, Binna í Vinnslustöðinni og Stefáni Friðrikssyni frá Ísfélaginu. Þeir sögðust allir enn hafa trú á því að loðnan fyndist. Þeir bentu á að hún væri duttlungafull og það hefði stundum gerst að hún hefði ekki fundist fyrr en eftir miðjan febrúar. „Það er jákvætt, ef þetta er loðna, að við séum loks að sjá loðnugöngu koma hingað til hrygningar. Við höfum ekki séð það það sem af er ári. Það er það jákvæða við þetta en svo verður að koma í ljós hvort magnið sé nægilegt til að gefa út kvóta. Það skýrist ekki fyrr en eftir helgi eða um helgina, á ég von á,“ segir Guðmundur.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44 Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Sáralítið mælist af loðnu Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið. 12. febrúar 2024 15:44
Ágæt von um að loðnan sem upp á vantar finnist Loðnubrestur með tugmilljarða efnahagsáfalli blasir við ef lítið finnst í loðnuleit þriggja fiskiskipa sem hefst í kvöld. Leiðangursstjórinn telur samt ágæta von um að nægilegt magn finnist til að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar. 5. febrúar 2024 22:34