Eyjamenn hoppandi reiðir út í Þórdísi Kolbrúnu Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2024 10:33 Íris ætlar Þórdísi Kolbrúnu það ekki að vilja fá eigur landsmanna skráðar, en samkvæmt óbyggðanefnd eiga Eyjamenn ekki eyjarnar. En þetta sé gert í hennar nafni. „Þann 2. febrúar síðastliðinn var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar.“ Þannig hefst opið bréf sem bæjarstjórn Vestmannaeyjar hefur sent Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra og birti á Vísi. Hinn þungi tónn bréfritara ætti ekki að fara fram hjá neinum. Fram kemur að þessi krafa hafi ekki enn verið send Eyjamönnum en góðviljaður lögmaður hafi hins vegar bent þeim í Eyjum á að kröfuna megi finna á heimasíðu Óbyggðanefndar. „Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum.“ Ríkið ásælist land sem Eyjamenn telja sig eiga Bent er á að með langri sögulegri upprifjun á 35 blaðsíðum, sem nær allt frá Landnámu Ara fróða á 12. öld, komst lögmaður Óbyggðanefndar fyrir hönd Þórdísar að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að heimta af Vestmannaeyjabæ í fyrsta lagi allar úteyjar og sker – og á Heimaey sjálfri meðal annars fjöll á borð við Heimaklett og Blátind. „Einnig vill ríkið eignast allar hlíðar Herjólfsdals – þ.m.t. brekkuna sem Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð er kenndur við. Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Eyjamönnum er brugðið. Þeir héldu að þeir ættu eyjarnar en nú er að koma á daginn, samkvæmt óbyggðanefnd, að svo er bara alls ekki. Sem eru líkast til fréttir í eyrum margra Eyjamanna.vísir/vilhelm Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi.“ Er hér aðeins fátt eitt upptalið af því sem ríkið vilji nú sölsa undir sig í Vestmannaeyjum, sem er þeim mun undarlegra haft í huga að þetta sama ríki afsalaði til Vestmannaeyjabæjar öllu þessu landi á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um 1960, fyrir 63 árum. Þórdís, gerðu eins og Davíð! Bæjarstjórnin segist ekki vilja efna til lagaþrætu um málið með téðu bréfi. „Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: „Svona gera menn ekki“ – og málið var dautt.“ Bæjarstjórnin fer þess á leit við Þórdísi „hæstvirtan ráðherra“ að hún beiti sambærilegri skynsemi í málinu og dragi kröfuna til baka. „Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkominn og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum.“ Og Eyjamenn spyrja forviða: „Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Dónaskapur við íbúa þessa lands Íris Róbertsdóttir var fengin í Bítið til að ræða þetta nánar. Hún segist ekki hafa búist við þessu en þetta væri glöggt merki um hvar áhugi ríkisstjórnarinnar liggi þessa dagana. En þetta átti að heita kaldhæðni í bæjarstjóranum. Ríkið vill ásælast heimaklett og ýmislegt annað sem þeir telja óbyggðir en 1960 afsalaði ríkið sér öllu landi og úteyjunum og 1983 var gengið frá nýju afsali varðandi nýja hraunið og allt sem kom upp í gosinu. Það er afar sérstakt að ríkið vilji eiga landið sem kom upp vegna eldsumbrota,“ segir Íris og ljóst að henni er ekki skemmt. Hlusta má á viðtalið í Bítinu í heild að neðan. „Þegar maður les í gegnum þetta plagg, að einhver skuli vera á launum við að búa þetta til og svo eigum við að taka til varna. Og málið eigi að fara fyrir dóm og við að verjast. Það eru 13 ferkílómetrar í Vestmannaeyjum, sko eyjan, og ríkið vill helming þess lands. Vititið þið, þetta er svo mikið grín…“ Ríkið segir okkur ekki geta sýnt fram á skýrt eignarhald. Í öllu því sem ríkið er að standa í í dag erum við í alvöru að fara að eyða tíma og fjármunum í þetta. Óbyggðanefnd sendu fjölmiðlum þetta. við fengum tölvupóst fyrir helgi, okkur var bent á þetta. Hver er tilgangurinn? Það myndi spara skattgreiðendum töluverða fjármuni ef ríkið myndi taka fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins sér til fyrirmyndar og segja: Svona gerir maður ekki“. Íris sagðist ekki ætla Þórdísi Kolbrúnu að standa í slíku rugli en þetta sé gert í hennar nafni. „Hvað ætla þau að gera með þetta? Þetta er dónaskapur við íbúa þessa lands.“ Vestmannaeyjar Skipulag Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Ríkið vill fá stóran hluta Vestmannaeyja Ríkið hefur gert kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar, auk allra úteyja og skerja sem mynda Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar furðar sig á málinu og krefst þess að krafan verði dregin til baka. 12. febrúar 2024 18:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Þannig hefst opið bréf sem bæjarstjórn Vestmannaeyjar hefur sent Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra og birti á Vísi. Hinn þungi tónn bréfritara ætti ekki að fara fram hjá neinum. Fram kemur að þessi krafa hafi ekki enn verið send Eyjamönnum en góðviljaður lögmaður hafi hins vegar bent þeim í Eyjum á að kröfuna megi finna á heimasíðu Óbyggðanefndar. „Þessa nefnd hafa Eyjamenn hingað til látið afskiptalausa, og hún okkur, enda fremur langsótt að telja 13 ferkílómetra eyju með 4,600 íbúum til óbyggða; jafnvel þótt úteyjarnar séu taldar með enda eru þær flestar byggðar reisulegum veiðihúsum.“ Ríkið ásælist land sem Eyjamenn telja sig eiga Bent er á að með langri sögulegri upprifjun á 35 blaðsíðum, sem nær allt frá Landnámu Ara fróða á 12. öld, komst lögmaður Óbyggðanefndar fyrir hönd Þórdísar að þeirri niðurstöðu að ríkið eigi að heimta af Vestmannaeyjabæ í fyrsta lagi allar úteyjar og sker – og á Heimaey sjálfri meðal annars fjöll á borð við Heimaklett og Blátind. „Einnig vill ríkið eignast allar hlíðar Herjólfsdals – þ.m.t. brekkuna sem Brekkusöngurinn á Þjóðhátíð er kenndur við. Dalbotninn sjálfan mega Eyjamenn þó náðarsamlegast eiga áfram. Eyjamönnum er brugðið. Þeir héldu að þeir ættu eyjarnar en nú er að koma á daginn, samkvæmt óbyggðanefnd, að svo er bara alls ekki. Sem eru líkast til fréttir í eyrum margra Eyjamanna.vísir/vilhelm Einnig vill ríkið eigna sér sem þjóðlendu allt Eldfell og allt nýja hraunið sem myndaðist í gosinu 1973. Virðist þá gilda einu að þar sé búið að leggja vegi, skipuleggja og úthluta lóðum til atvinnurekstrar og miklar framkvæmdir þegar hafnar, m.a. við landeldi á laxi.“ Er hér aðeins fátt eitt upptalið af því sem ríkið vilji nú sölsa undir sig í Vestmannaeyjum, sem er þeim mun undarlegra haft í huga að þetta sama ríki afsalaði til Vestmannaeyjabæjar öllu þessu landi á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um 1960, fyrir 63 árum. Þórdís, gerðu eins og Davíð! Bæjarstjórnin segist ekki vilja efna til lagaþrætu um málið með téðu bréfi. „Það gerist stundum að þrengsta túlkun á tilteknum lagagreinum fer út fyrir landamæri almennrar og heilbrigðrar skynsemi. Frægt dæmi er þegar til stóð fyrir nokkrum áratugum að skattleggja þá aura sem blaðburðarbörn unnu sér inn. Þáverandi forsætisráðherra beitti heilbrigðri skynsemi og sagði sem frægt varð: „Svona gera menn ekki“ – og málið var dautt.“ Bæjarstjórnin fer þess á leit við Þórdísi „hæstvirtan ráðherra“ að hún beiti sambærilegri skynsemi í málinu og dragi kröfuna til baka. „Það hefur aldrei komið upp sá ágreiningur, álitamál eða vafamál um eignarhald á landi í Vestmannaeyjum að það kalli á inngrip ríkisins af þessu tagi. Um þessi mál ríkir fullkominn og vandræðalaus sátt og samlyndi allra aðila og furðulegt að ríkisvaldið sé nú með ærnum tilkostnaði að efna til ófriðar þar sem enginn ágreiningur er fyrir. Fjármunum og kröftum ríkisins er væntanlega betur varið þessa dagana í annað en tilraunir til að sölsa undir sig land í Vestmannaeyjum.“ Og Eyjamenn spyrja forviða: „Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu?“ Dónaskapur við íbúa þessa lands Íris Róbertsdóttir var fengin í Bítið til að ræða þetta nánar. Hún segist ekki hafa búist við þessu en þetta væri glöggt merki um hvar áhugi ríkisstjórnarinnar liggi þessa dagana. En þetta átti að heita kaldhæðni í bæjarstjóranum. Ríkið vill ásælast heimaklett og ýmislegt annað sem þeir telja óbyggðir en 1960 afsalaði ríkið sér öllu landi og úteyjunum og 1983 var gengið frá nýju afsali varðandi nýja hraunið og allt sem kom upp í gosinu. Það er afar sérstakt að ríkið vilji eiga landið sem kom upp vegna eldsumbrota,“ segir Íris og ljóst að henni er ekki skemmt. Hlusta má á viðtalið í Bítinu í heild að neðan. „Þegar maður les í gegnum þetta plagg, að einhver skuli vera á launum við að búa þetta til og svo eigum við að taka til varna. Og málið eigi að fara fyrir dóm og við að verjast. Það eru 13 ferkílómetrar í Vestmannaeyjum, sko eyjan, og ríkið vill helming þess lands. Vititið þið, þetta er svo mikið grín…“ Ríkið segir okkur ekki geta sýnt fram á skýrt eignarhald. Í öllu því sem ríkið er að standa í í dag erum við í alvöru að fara að eyða tíma og fjármunum í þetta. Óbyggðanefnd sendu fjölmiðlum þetta. við fengum tölvupóst fyrir helgi, okkur var bent á þetta. Hver er tilgangurinn? Það myndi spara skattgreiðendum töluverða fjármuni ef ríkið myndi taka fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins sér til fyrirmyndar og segja: Svona gerir maður ekki“. Íris sagðist ekki ætla Þórdísi Kolbrúnu að standa í slíku rugli en þetta sé gert í hennar nafni. „Hvað ætla þau að gera með þetta? Þetta er dónaskapur við íbúa þessa lands.“
Vestmannaeyjar Skipulag Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Tengdar fréttir Ríkið vill fá stóran hluta Vestmannaeyja Ríkið hefur gert kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar, auk allra úteyja og skerja sem mynda Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar furðar sig á málinu og krefst þess að krafan verði dregin til baka. 12. febrúar 2024 18:29 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Ríkið vill fá stóran hluta Vestmannaeyja Ríkið hefur gert kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar, auk allra úteyja og skerja sem mynda Vestmannaeyjar. Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar furðar sig á málinu og krefst þess að krafan verði dregin til baka. 12. febrúar 2024 18:29