Segja göng Hamas liggja undir höfuðstöðvum UNRWA Árni Sæberg skrifar 11. febrúar 2024 08:39 Ísraelsmenn í göngum Hamas, sem sögð eru beint undir höfuðstöðvum UNRWA. Ariel Schalit/AP Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA. Í frétt Reuters um málið segir að fréttamönnum hafi verið boðið í vettvangsferð um göngin í fylgd sérfræðinga Ísraelshers. Eftir um tuttugu mínútna göngu í steikjandi hita ofan í göngunum hafi leiðsögumaður ferðarinnar sagt hópinn vera undir höfuðstöðvum UNRWA. Ísraelskur hermaður slakar myndavél ofan í göng Hamasliða. Þessi mynd er tekin innan lóðar UNRWA.Ariel Schalit/AP Þar hafi mátt sjá einhvers konar skrifstofurými með verðmætaskápum og tölvuþjónaherbergi. „Öllu er stýrt héðan. Allt rafmagnið fyrir göngin sem þið genguð í gegnum kemur héðan. Þetta er ein miðstöðva leyniþjónustunnar, þetta er einn af stöðunum þar sem leyniþjónusta Hamas stýrði átökunum,“ er haft eftir Ido, liðforingja Ísraelshers, sem leiddi vettvangsferðina. Kannast ekkert við göngin Töluvert hefur gustað um Palestínuflóttamannaaðstoðina eftir að fullyrt var að hluti starfsmanna hennar væru hliðhollir Hamas. Það hefur meðal annars leitt til þess að fjöldi ríkja hefur stöðvað eða fryst greiðslur til stofnunarinnar. Ísland er með þeirra sem hafa fryst greiðslur. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að höfuðstöðvar hennar á Gasaströndinni hefðu verið rýmdar þann 12. október síðastliðinn, fimm dögum eftir að stríðið hófst. Því gæti stofnunin ekki staðfest tilvist ganganna né tjáð sig um þau að öðru leyti. „UNRWA býr hvorki yfir hernaðar- og öryggismálaþekkingu né getu til þess að ráðast í rannsóknir á því hvað er, eða gæti verið, undir bækistöðvum stofnunarinnar.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Í frétt Reuters um málið segir að fréttamönnum hafi verið boðið í vettvangsferð um göngin í fylgd sérfræðinga Ísraelshers. Eftir um tuttugu mínútna göngu í steikjandi hita ofan í göngunum hafi leiðsögumaður ferðarinnar sagt hópinn vera undir höfuðstöðvum UNRWA. Ísraelskur hermaður slakar myndavél ofan í göng Hamasliða. Þessi mynd er tekin innan lóðar UNRWA.Ariel Schalit/AP Þar hafi mátt sjá einhvers konar skrifstofurými með verðmætaskápum og tölvuþjónaherbergi. „Öllu er stýrt héðan. Allt rafmagnið fyrir göngin sem þið genguð í gegnum kemur héðan. Þetta er ein miðstöðva leyniþjónustunnar, þetta er einn af stöðunum þar sem leyniþjónusta Hamas stýrði átökunum,“ er haft eftir Ido, liðforingja Ísraelshers, sem leiddi vettvangsferðina. Kannast ekkert við göngin Töluvert hefur gustað um Palestínuflóttamannaaðstoðina eftir að fullyrt var að hluti starfsmanna hennar væru hliðhollir Hamas. Það hefur meðal annars leitt til þess að fjöldi ríkja hefur stöðvað eða fryst greiðslur til stofnunarinnar. Ísland er með þeirra sem hafa fryst greiðslur. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að höfuðstöðvar hennar á Gasaströndinni hefðu verið rýmdar þann 12. október síðastliðinn, fimm dögum eftir að stríðið hófst. Því gæti stofnunin ekki staðfest tilvist ganganna né tjáð sig um þau að öðru leyti. „UNRWA býr hvorki yfir hernaðar- og öryggismálaþekkingu né getu til þess að ráðast í rannsóknir á því hvað er, eða gæti verið, undir bækistöðvum stofnunarinnar.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira