Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2024 18:30 Vilhjálmur Birgisson segist ganga dapur frá borði. Vísir/Vilhelm Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Vilhjálmur Birgisson segist hafa gengið sorgmæddur og dapur frá borði. Launaliðir og önnur meginatriði hafi verið frágengin en ekki sé hægt að ætlast til þess að launafólk sé bundið hófstilltum kjarasamningi til margra ára án forsenduákvæða um verðbólgu og vexti. Fordæmalausar kröfur Hann segir forsenduákvæðin tryggja að ábyrgðin og áhættan liggi ekki öll á herðum launafólks og að aldrei hafi langtímasamningur verið gerður án slíkra ákvæða. Ekki sé hægt að samþykkja hóflegar hækkanir ef aðrir axli síðan ekki ábyrgð sína. „Samtök atvinnulífsins þurfa að svara íslensku þjóðinni, íslenskum fyrirtækjum og samfélagið í heild sinni hvað þeim gengur til,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Forsenduákvæðin eru grundvölluð á því að tryggja það að hægt sé að ganga aftur að borði ef markmið um verðbólgu og vexti nást ekki eins og samningurinn útlistar þau. „Á fólk að vera bundið í kjarasamningi til þriggja, fjögurra ára? Án þess að hafa nokkra útgönguleið ef aðrir í samfélaginu taka síðan ekki þátt? Nei, aldrei hefur slíkt verið gert í langtímasamningi. Aldrei.“ Funda á mánudag Í tilkynningu frá breiðfylkingunni segir að henni finnist furðulegt að Samtök atvinnulífsins séu ekki reiðubúin að festa ákvæði um verðbólgu- og vaxtalækkun í samninginn. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkinging stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson segist hafa gengið sorgmæddur og dapur frá borði. Launaliðir og önnur meginatriði hafi verið frágengin en ekki sé hægt að ætlast til þess að launafólk sé bundið hófstilltum kjarasamningi til margra ára án forsenduákvæða um verðbólgu og vexti. Fordæmalausar kröfur Hann segir forsenduákvæðin tryggja að ábyrgðin og áhættan liggi ekki öll á herðum launafólks og að aldrei hafi langtímasamningur verið gerður án slíkra ákvæða. Ekki sé hægt að samþykkja hóflegar hækkanir ef aðrir axli síðan ekki ábyrgð sína. „Samtök atvinnulífsins þurfa að svara íslensku þjóðinni, íslenskum fyrirtækjum og samfélagið í heild sinni hvað þeim gengur til,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Forsenduákvæðin eru grundvölluð á því að tryggja það að hægt sé að ganga aftur að borði ef markmið um verðbólgu og vexti nást ekki eins og samningurinn útlistar þau. „Á fólk að vera bundið í kjarasamningi til þriggja, fjögurra ára? Án þess að hafa nokkra útgönguleið ef aðrir í samfélaginu taka síðan ekki þátt? Nei, aldrei hefur slíkt verið gert í langtímasamningi. Aldrei.“ Funda á mánudag Í tilkynningu frá breiðfylkingunni segir að henni finnist furðulegt að Samtök atvinnulífsins séu ekki reiðubúin að festa ákvæði um verðbólgu- og vaxtalækkun í samninginn. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkinging stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47