Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2024 18:30 Vilhjálmur Birgisson segist ganga dapur frá borði. Vísir/Vilhelm Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. Vilhjálmur Birgisson segist hafa gengið sorgmæddur og dapur frá borði. Launaliðir og önnur meginatriði hafi verið frágengin en ekki sé hægt að ætlast til þess að launafólk sé bundið hófstilltum kjarasamningi til margra ára án forsenduákvæða um verðbólgu og vexti. Fordæmalausar kröfur Hann segir forsenduákvæðin tryggja að ábyrgðin og áhættan liggi ekki öll á herðum launafólks og að aldrei hafi langtímasamningur verið gerður án slíkra ákvæða. Ekki sé hægt að samþykkja hóflegar hækkanir ef aðrir axli síðan ekki ábyrgð sína. „Samtök atvinnulífsins þurfa að svara íslensku þjóðinni, íslenskum fyrirtækjum og samfélagið í heild sinni hvað þeim gengur til,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Forsenduákvæðin eru grundvölluð á því að tryggja það að hægt sé að ganga aftur að borði ef markmið um verðbólgu og vexti nást ekki eins og samningurinn útlistar þau. „Á fólk að vera bundið í kjarasamningi til þriggja, fjögurra ára? Án þess að hafa nokkra útgönguleið ef aðrir í samfélaginu taka síðan ekki þátt? Nei, aldrei hefur slíkt verið gert í langtímasamningi. Aldrei.“ Funda á mánudag Í tilkynningu frá breiðfylkingunni segir að henni finnist furðulegt að Samtök atvinnulífsins séu ekki reiðubúin að festa ákvæði um verðbólgu- og vaxtalækkun í samninginn. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkinging stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson segist hafa gengið sorgmæddur og dapur frá borði. Launaliðir og önnur meginatriði hafi verið frágengin en ekki sé hægt að ætlast til þess að launafólk sé bundið hófstilltum kjarasamningi til margra ára án forsenduákvæða um verðbólgu og vexti. Fordæmalausar kröfur Hann segir forsenduákvæðin tryggja að ábyrgðin og áhættan liggi ekki öll á herðum launafólks og að aldrei hafi langtímasamningur verið gerður án slíkra ákvæða. Ekki sé hægt að samþykkja hóflegar hækkanir ef aðrir axli síðan ekki ábyrgð sína. „Samtök atvinnulífsins þurfa að svara íslensku þjóðinni, íslenskum fyrirtækjum og samfélagið í heild sinni hvað þeim gengur til,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Forsenduákvæðin eru grundvölluð á því að tryggja það að hægt sé að ganga aftur að borði ef markmið um verðbólgu og vexti nást ekki eins og samningurinn útlistar þau. „Á fólk að vera bundið í kjarasamningi til þriggja, fjögurra ára? Án þess að hafa nokkra útgönguleið ef aðrir í samfélaginu taka síðan ekki þátt? Nei, aldrei hefur slíkt verið gert í langtímasamningi. Aldrei.“ Funda á mánudag Í tilkynningu frá breiðfylkingunni segir að henni finnist furðulegt að Samtök atvinnulífsins séu ekki reiðubúin að festa ákvæði um verðbólgu- og vaxtalækkun í samninginn. „Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkinging stendur sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standa að Breiðfylkingunni munu funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 9. febrúar 2024 17:47