Starfsgetumat ríkisins Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 9. febrúar 2024 07:00 Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú eru stjórnvöld að undirbúa starfsgetumat fyrir öryrkja þó það sé ekki nefnt það heldur eitthvað miklu loðnara. Öryrkjar styðja breytingar og heildarendurskoðun þess kerfis sem lýtur að þeim en vilja fá að vera með í ráðum, sbr. ,,ekkert um okkur án okkar” Öryrkjum, þ.e. fötluðu fólki og þeim sem eru með langvinna sjúkdóma, hefur jafnvel í gegnum tíðina verið legið á hálsi fyrir að ,,nenna” ekki að vinna eins og fjarstæðukennt og það nú er. Að vinna er svo stór og mikilvægur hluti af lífinu, bæði fjárhagslega og félagslega, það vita allir. Það kemur mörgum á óvart að nú þegar eru um 25% öryrkja á vinnumarkaði, langflestir í hlutastarfi, eins og geta má. Markmið stjórnvalda nú eru góðra gjalda verð en að því sögðu þarf að stíga mjög varlega til jarðar. Fatlað fólk og langveikt hefur slæma reynslu af almannatryggingakerfinu. Það er ósveigjanlegt, sjálfmiðað, óþjónustulundað og já jafnvel á stundum ómannúðlegt. Hvers vegna ætti starfsgetumat ríkisins að verða eitthvað öðruvisi? Um framboð og eftirspurn eftir fötluðu fólki Það eru fleiri sem treysta sér til að vera á vinnumarkaði en raunverulega eru í vinnu skv. niðurstöðum úr skýrslu Vörðu Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sem gerð var fyrir ÖBÍ réttindasamtök og birt í desember síðastliðnum. Sem dæmi má nefna að tæplega 18% fatlaðs fólk myndi treysta sér til að vera í 25% starfi eða minna en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. Rúm 15% treysta sér til að vera í 26-50% starfi en í raunveruleikanum er um helmingi færri í slíku starfshlutfalli. Eftirspurnin er því mun meiri en framboðið. En, eins og nærri má geta, er heilsufar stærsta hindrunin fyrir atvinnuþátttöku fatlaðs fólk og langveikra. Það á ekki séns í samfélagi samkeppninnar á vinnumarkaði nema eitthvað annað og meira komi til. Það þyrfti á því á að halda að klæðskerasniðið vinnuumhverfi og vinnutíma sem hæfði getu, færni og heilsu hvers og eins. Stjórnvöld verða að geta stutt vel við öryrkjann en fatlað fólk og langveikt með fullt örorkumat er um tuttugu þúsund hér á landi. Ríkið verður því að útvega mörg þúsund hlutastörf ef vel á að vera í sliku kerfi, því hvers virði er að leiða starfsgetumat í lög ef engin eru störfin í veruleikanum. Fatlað fólk og langveikt gæti því setið uppi með með starfgetumat sem í raun og veru færir því ekki neitt nema ef til vill enn skertari lífeyri og meiri og flóknari kerfisvanda. Misheppnað starfsgetumat í nágrannalöndum Það er ekkert undarlegt að fatlað fólk og langveikt sé bæði skeptískt á og hræðist starfsgetumat ríkisins, sem enn er mjög óljóst hvernig muni bæta kjör þeirra. Það eru miklar líkur á a slík t ,,tilraun” um starfsgetumat misheppnist eins og hefur raungerst í löndunum í kringum okkar (ef þú spyrð fatlað fólk og langveikt) m.a. vegna takmarkaðs atvinnuframboðs og heilsuleysis fatlaðs fólks og langveikra, hver verða þá viðbrögð ríkisins? Skerðist þá örorkulífeyrir í samræmi við veitt starfsgeturmat þótt engin bjóðist atvinnan? Þegar stórt er spurt … Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun