Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 23:08 Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag vegna vopnahlésviðræðna. EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag eftir að Hamas-skamtökin höfðu lagt fram kröfu um vopnahlé á Gasa. Hamas gerðu kröfu um fjögurra og hálfs mánaða langt vopnahlé. Meðan á því stæði yrðu allir gíslar í haldi þeirra látnir lausir, hermenn Ísraelshers myndu yfirgefa Gasa. Þá næðist samkomulag um stríðslok. Tillaga Hamas var mótsvar við vopnahléstillögu sem bandarískir og ísraelskir njósnaforingjar sömdu og sáttasemjarar frá Katar og Egyptalandi afhentu samtökunum í síðustu viku. Blinken vongóður Á fundinum sagði Netanyahu samningaviðræður við Hamas gengið brösuglega og sagði kröfur samtakanna fáránlegar. Samningaviðræðum er þó ekki lokið og enn er unnið í von um að samkomulag náist. „Það er engin önnur lausn en endanlegur sigur,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundinum. „Ef Hamas-samtökin lifa af í Gasa er einungis tímaspursmál hvenær næsta fjöldamorð á sér stað.“ Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Tel Aviv og kom fram á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Þar sagðist hann enn vongóður um að vopnahléssamningur næðist. Hann sagðist sjá möguleika í þeim tillögum sem Hamas höfðu sent til baka og að ætlunin væri að ná fram vopnahléi. Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, lýsti ummælum Netanyahu sem pólitískum mannalátum sem sýndu ásetning forsætisráðherrans að halda áfram átökum á svæðinu. Annar talsmaður Hamas, Osama Hamdan, sagði sendinefnd Hamas munu ferðast til Kaíró á morgun til frekari viðræðna um vopnahlé við sáttasemjara Egyptalands og Katar. Hamdan hvatti jafnframt hersveitir Palestínumanna til frekari bardaga. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag eftir að Hamas-skamtökin höfðu lagt fram kröfu um vopnahlé á Gasa. Hamas gerðu kröfu um fjögurra og hálfs mánaða langt vopnahlé. Meðan á því stæði yrðu allir gíslar í haldi þeirra látnir lausir, hermenn Ísraelshers myndu yfirgefa Gasa. Þá næðist samkomulag um stríðslok. Tillaga Hamas var mótsvar við vopnahléstillögu sem bandarískir og ísraelskir njósnaforingjar sömdu og sáttasemjarar frá Katar og Egyptalandi afhentu samtökunum í síðustu viku. Blinken vongóður Á fundinum sagði Netanyahu samningaviðræður við Hamas gengið brösuglega og sagði kröfur samtakanna fáránlegar. Samningaviðræðum er þó ekki lokið og enn er unnið í von um að samkomulag náist. „Það er engin önnur lausn en endanlegur sigur,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundinum. „Ef Hamas-samtökin lifa af í Gasa er einungis tímaspursmál hvenær næsta fjöldamorð á sér stað.“ Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Tel Aviv og kom fram á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Þar sagðist hann enn vongóður um að vopnahléssamningur næðist. Hann sagðist sjá möguleika í þeim tillögum sem Hamas höfðu sent til baka og að ætlunin væri að ná fram vopnahléi. Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, lýsti ummælum Netanyahu sem pólitískum mannalátum sem sýndu ásetning forsætisráðherrans að halda áfram átökum á svæðinu. Annar talsmaður Hamas, Osama Hamdan, sagði sendinefnd Hamas munu ferðast til Kaíró á morgun til frekari viðræðna um vopnahlé við sáttasemjara Egyptalands og Katar. Hamdan hvatti jafnframt hersveitir Palestínumanna til frekari bardaga.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23
Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00