Hlemmur gjörbreytist í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 16:26 Einhvern veginn svona munu gatnamót Rauðarárstígs og Laugavegar líta út. Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann. Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni. Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni.
Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira