„Ég elska veturinn og náttúruna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 11:30 Lidija Kulis í leik með AC Milan í ítölsku deildinni. Getty/Marco Luzzani Þór/KA hefur styrkt sig fyrir átökin i Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar en félagið hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir koma frá Slóveníu og Bosníu-Hersegóvínu en þær eru báðar landsliðskonur sinna þjóða. Þær spila líka báðar framarlega á vellinum og fá það verkefni að bæta sóknarleik Akureyrarliðsins. 32 ára reynslubolti Lidija Kulis er 32 ára gömul landsliðskona Bosníu-Hersegóvínu og kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún verið um hjá Turbine Potsdam um árabil, en eftir það einnig hjá Glasgow City, AC Milan, Ferencváros og nú síðast Split. Lidija spilar sem framherji. Í viðtali við Lidiju á miðlum Þór/KA kemur fram að hún sé komin til Íslands bæði vegna fótboltans en eins vegna landsins. „Ég elska veturinn og náttúruna,“ sagði Lidija um af hverju hún er komin til Íslands. „Það er ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma til Íslands. Auðvitað er svo líka það að upplifa það að spila í íslensku deildinni og að hjálpa liðinu að ná frábærum úrslitum. Ég hef fengið tækifæri til að spila með íslenskum leikmönnum með fyrri félögum sem ég hef verið hjá svo ég hef heyrt margt gott um íslenskan fótbolta og Ísland sem land og hlakka virkilega til að hitta nýju liðsfélagana og starfsfólkið og komast af stað á æfingum,“ sagði hin reynslumikla Lidija Kulis í samtali við miðla Þór/KA. Hefur heyrt margt jákvætt um lífið og fótboltann á Íslandi Lara Ivanusa er slóvensk landsliðskona og fimm árum yngri. Hún kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún meðal annars verið hjá Glasgow City og Ferencváros. Lara er sóknartengiliður eða framherji sem hefur skorað tvö mörk fyrir slóvenska landsliðið. „Ég hef séð að Ísland er fallegt land og margt að sjá. Ég hef líka heyrt margt jákvætt og gott um lífið og fótboltann frá fyrrum liðsfélaga sem spilaði á Íslandi,“ segir Lara. „Ég hlakka til að hitta liðið og mynda sambönd innan og utan vallar og hjálpa liðinu að ná markmiðum á leiktíðinni,“ sagði Lara Ivanusa í samtali við miðla Þór/KA. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Leikmennirnir koma frá Slóveníu og Bosníu-Hersegóvínu en þær eru báðar landsliðskonur sinna þjóða. Þær spila líka báðar framarlega á vellinum og fá það verkefni að bæta sóknarleik Akureyrarliðsins. 32 ára reynslubolti Lidija Kulis er 32 ára gömul landsliðskona Bosníu-Hersegóvínu og kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún verið um hjá Turbine Potsdam um árabil, en eftir það einnig hjá Glasgow City, AC Milan, Ferencváros og nú síðast Split. Lidija spilar sem framherji. Í viðtali við Lidiju á miðlum Þór/KA kemur fram að hún sé komin til Íslands bæði vegna fótboltans en eins vegna landsins. „Ég elska veturinn og náttúruna,“ sagði Lidija um af hverju hún er komin til Íslands. „Það er ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma til Íslands. Auðvitað er svo líka það að upplifa það að spila í íslensku deildinni og að hjálpa liðinu að ná frábærum úrslitum. Ég hef fengið tækifæri til að spila með íslenskum leikmönnum með fyrri félögum sem ég hef verið hjá svo ég hef heyrt margt gott um íslenskan fótbolta og Ísland sem land og hlakka virkilega til að hitta nýju liðsfélagana og starfsfólkið og komast af stað á æfingum,“ sagði hin reynslumikla Lidija Kulis í samtali við miðla Þór/KA. Hefur heyrt margt jákvætt um lífið og fótboltann á Íslandi Lara Ivanusa er slóvensk landsliðskona og fimm árum yngri. Hún kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún meðal annars verið hjá Glasgow City og Ferencváros. Lara er sóknartengiliður eða framherji sem hefur skorað tvö mörk fyrir slóvenska landsliðið. „Ég hef séð að Ísland er fallegt land og margt að sjá. Ég hef líka heyrt margt jákvætt og gott um lífið og fótboltann frá fyrrum liðsfélaga sem spilaði á Íslandi,“ segir Lara. „Ég hlakka til að hitta liðið og mynda sambönd innan og utan vallar og hjálpa liðinu að ná markmiðum á leiktíðinni,“ sagði Lara Ivanusa í samtali við miðla Þór/KA. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur)
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira