„Ég elska veturinn og náttúruna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 11:30 Lidija Kulis í leik með AC Milan í ítölsku deildinni. Getty/Marco Luzzani Þór/KA hefur styrkt sig fyrir átökin i Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar en félagið hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir koma frá Slóveníu og Bosníu-Hersegóvínu en þær eru báðar landsliðskonur sinna þjóða. Þær spila líka báðar framarlega á vellinum og fá það verkefni að bæta sóknarleik Akureyrarliðsins. 32 ára reynslubolti Lidija Kulis er 32 ára gömul landsliðskona Bosníu-Hersegóvínu og kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún verið um hjá Turbine Potsdam um árabil, en eftir það einnig hjá Glasgow City, AC Milan, Ferencváros og nú síðast Split. Lidija spilar sem framherji. Í viðtali við Lidiju á miðlum Þór/KA kemur fram að hún sé komin til Íslands bæði vegna fótboltans en eins vegna landsins. „Ég elska veturinn og náttúruna,“ sagði Lidija um af hverju hún er komin til Íslands. „Það er ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma til Íslands. Auðvitað er svo líka það að upplifa það að spila í íslensku deildinni og að hjálpa liðinu að ná frábærum úrslitum. Ég hef fengið tækifæri til að spila með íslenskum leikmönnum með fyrri félögum sem ég hef verið hjá svo ég hef heyrt margt gott um íslenskan fótbolta og Ísland sem land og hlakka virkilega til að hitta nýju liðsfélagana og starfsfólkið og komast af stað á æfingum,“ sagði hin reynslumikla Lidija Kulis í samtali við miðla Þór/KA. Hefur heyrt margt jákvætt um lífið og fótboltann á Íslandi Lara Ivanusa er slóvensk landsliðskona og fimm árum yngri. Hún kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún meðal annars verið hjá Glasgow City og Ferencváros. Lara er sóknartengiliður eða framherji sem hefur skorað tvö mörk fyrir slóvenska landsliðið. „Ég hef séð að Ísland er fallegt land og margt að sjá. Ég hef líka heyrt margt jákvætt og gott um lífið og fótboltann frá fyrrum liðsfélaga sem spilaði á Íslandi,“ segir Lara. „Ég hlakka til að hitta liðið og mynda sambönd innan og utan vallar og hjálpa liðinu að ná markmiðum á leiktíðinni,“ sagði Lara Ivanusa í samtali við miðla Þór/KA. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Sjá meira
Leikmennirnir koma frá Slóveníu og Bosníu-Hersegóvínu en þær eru báðar landsliðskonur sinna þjóða. Þær spila líka báðar framarlega á vellinum og fá það verkefni að bæta sóknarleik Akureyrarliðsins. 32 ára reynslubolti Lidija Kulis er 32 ára gömul landsliðskona Bosníu-Hersegóvínu og kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún verið um hjá Turbine Potsdam um árabil, en eftir það einnig hjá Glasgow City, AC Milan, Ferencváros og nú síðast Split. Lidija spilar sem framherji. Í viðtali við Lidiju á miðlum Þór/KA kemur fram að hún sé komin til Íslands bæði vegna fótboltans en eins vegna landsins. „Ég elska veturinn og náttúruna,“ sagði Lidija um af hverju hún er komin til Íslands. „Það er ein af ástæðum þess að ég ákvað að koma til Íslands. Auðvitað er svo líka það að upplifa það að spila í íslensku deildinni og að hjálpa liðinu að ná frábærum úrslitum. Ég hef fengið tækifæri til að spila með íslenskum leikmönnum með fyrri félögum sem ég hef verið hjá svo ég hef heyrt margt gott um íslenskan fótbolta og Ísland sem land og hlakka virkilega til að hitta nýju liðsfélagana og starfsfólkið og komast af stað á æfingum,“ sagði hin reynslumikla Lidija Kulis í samtali við miðla Þór/KA. Hefur heyrt margt jákvætt um lífið og fótboltann á Íslandi Lara Ivanusa er slóvensk landsliðskona og fimm árum yngri. Hún kemur til félagsins frá Split í Króatíu. Áður hafði hún meðal annars verið hjá Glasgow City og Ferencváros. Lara er sóknartengiliður eða framherji sem hefur skorað tvö mörk fyrir slóvenska landsliðið. „Ég hef séð að Ísland er fallegt land og margt að sjá. Ég hef líka heyrt margt jákvætt og gott um lífið og fótboltann frá fyrrum liðsfélaga sem spilaði á Íslandi,“ segir Lara. „Ég hlakka til að hitta liðið og mynda sambönd innan og utan vallar og hjálpa liðinu að ná markmiðum á leiktíðinni,“ sagði Lara Ivanusa í samtali við miðla Þór/KA. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur)
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti