Enn um málefni Þóru Tómasdóttur á RUV Gunnar Ármannsson skrifar 5. febrúar 2024 10:00 Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins. Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands. Vegna nálægðar hafa heimildarmenn ekki viljað koma fram undir nafni. Haft er eftir Þóru í DV.is þann 4. febrúar sl. að umfjöllunin hafi verið unnin að „ígrunduðu“ máli. Janframt að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt að sakleysi Tómasar heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin. Með þessum orðum virðist Þóra vera að staðfesta þær ásakanir sem á hana eru bornar. Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar „ígrundaðar“ ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni. Fullyrðing Þóru í DV.is um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar stenst ekki skoðun. Í lok þáttarins, þann 3. janúar sl.,endaði hún þáttinn með að spyrja hvort ekki þyrfti að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í aðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt í aðgerðinni. Viðmælandi Þóru bætti því við að málið hefði aldrei komið til kasta lögreglu hér heima. Í þættinum „Þetta helst“ þann 19. janúar sl. var Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, til viðtals við Þóru. Þar gerði Þóra ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurði hvort ekki væri betra fyrir hann að fá að hreinsa sig af ásökunum og fá almennilega rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin. Um þetta má lesa betur í grein Ólafs Haukssonar á visir.is. frá 4. febrúar sl. Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað? Það er eftirtektarvert sem haft er eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, í frétt DV um málið þann 4. febrúar sl. Þar fullyrðir hún að innan RUV sé talið að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning og að hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmist innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað skv. 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Höfundur er lögmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands árin 2002-2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Plastbarkamálið Fjölmiðlar Heilbrigðismál Landspítalinn Gunnar Ármannsson Tengdar fréttir Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“. 22. janúar 2024 10:31 Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins. Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands. Vegna nálægðar hafa heimildarmenn ekki viljað koma fram undir nafni. Haft er eftir Þóru í DV.is þann 4. febrúar sl. að umfjöllunin hafi verið unnin að „ígrunduðu“ máli. Janframt að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt að sakleysi Tómasar heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin. Með þessum orðum virðist Þóra vera að staðfesta þær ásakanir sem á hana eru bornar. Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar „ígrundaðar“ ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni. Fullyrðing Þóru í DV.is um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar stenst ekki skoðun. Í lok þáttarins, þann 3. janúar sl.,endaði hún þáttinn með að spyrja hvort ekki þyrfti að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í aðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt í aðgerðinni. Viðmælandi Þóru bætti því við að málið hefði aldrei komið til kasta lögreglu hér heima. Í þættinum „Þetta helst“ þann 19. janúar sl. var Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, til viðtals við Þóru. Þar gerði Þóra ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurði hvort ekki væri betra fyrir hann að fá að hreinsa sig af ásökunum og fá almennilega rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin. Um þetta má lesa betur í grein Ólafs Haukssonar á visir.is. frá 4. febrúar sl. Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað? Það er eftirtektarvert sem haft er eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, í frétt DV um málið þann 4. febrúar sl. Þar fullyrðir hún að innan RUV sé talið að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning og að hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmist innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað skv. 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Höfundur er lögmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands árin 2002-2009.
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“. 22. janúar 2024 10:31
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar