Enn um málefni Þóru Tómasdóttur á RUV Gunnar Ármannsson skrifar 5. febrúar 2024 10:00 Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins. Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands. Vegna nálægðar hafa heimildarmenn ekki viljað koma fram undir nafni. Haft er eftir Þóru í DV.is þann 4. febrúar sl. að umfjöllunin hafi verið unnin að „ígrunduðu“ máli. Janframt að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt að sakleysi Tómasar heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin. Með þessum orðum virðist Þóra vera að staðfesta þær ásakanir sem á hana eru bornar. Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar „ígrundaðar“ ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni. Fullyrðing Þóru í DV.is um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar stenst ekki skoðun. Í lok þáttarins, þann 3. janúar sl.,endaði hún þáttinn með að spyrja hvort ekki þyrfti að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í aðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt í aðgerðinni. Viðmælandi Þóru bætti því við að málið hefði aldrei komið til kasta lögreglu hér heima. Í þættinum „Þetta helst“ þann 19. janúar sl. var Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, til viðtals við Þóru. Þar gerði Þóra ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurði hvort ekki væri betra fyrir hann að fá að hreinsa sig af ásökunum og fá almennilega rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin. Um þetta má lesa betur í grein Ólafs Haukssonar á visir.is. frá 4. febrúar sl. Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað? Það er eftirtektarvert sem haft er eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, í frétt DV um málið þann 4. febrúar sl. Þar fullyrðir hún að innan RUV sé talið að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning og að hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmist innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað skv. 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Höfundur er lögmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands árin 2002-2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Plastbarkamálið Fjölmiðlar Heilbrigðismál Landspítalinn Gunnar Ármannsson Tengdar fréttir Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“. 22. janúar 2024 10:31 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins. Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands. Vegna nálægðar hafa heimildarmenn ekki viljað koma fram undir nafni. Haft er eftir Þóru í DV.is þann 4. febrúar sl. að umfjöllunin hafi verið unnin að „ígrunduðu“ máli. Janframt að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt að sakleysi Tómasar heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin. Með þessum orðum virðist Þóra vera að staðfesta þær ásakanir sem á hana eru bornar. Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar „ígrundaðar“ ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni. Fullyrðing Þóru í DV.is um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar stenst ekki skoðun. Í lok þáttarins, þann 3. janúar sl.,endaði hún þáttinn með að spyrja hvort ekki þyrfti að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í aðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt í aðgerðinni. Viðmælandi Þóru bætti því við að málið hefði aldrei komið til kasta lögreglu hér heima. Í þættinum „Þetta helst“ þann 19. janúar sl. var Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, til viðtals við Þóru. Þar gerði Þóra ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurði hvort ekki væri betra fyrir hann að fá að hreinsa sig af ásökunum og fá almennilega rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin. Um þetta má lesa betur í grein Ólafs Haukssonar á visir.is. frá 4. febrúar sl. Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað? Það er eftirtektarvert sem haft er eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, í frétt DV um málið þann 4. febrúar sl. Þar fullyrðir hún að innan RUV sé talið að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning og að hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmist innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað skv. 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Höfundur er lögmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands árin 2002-2009.
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“. 22. janúar 2024 10:31
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun