Hvernig borg viljum við eldast í? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2024 18:30 Breytt samfélagsgerð, ólíkar kynslóðir og tækniþróun kalla á nýja hugsun í þjónustu við okkur sem erum að eldast - hresst eldra fólk, eldra fólk þar sem færni hefur minnkað og þau sem glíma við heilsubrest og þurfa á stuðningi að halda við daglegt líf. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Þannig mun mín kynslóð, næsta kynslóðin á undan mér og þær sem á eftir koma, lifa lengur, vera fjölmennari og gera meiri kröfur á samfélagið hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Ákall um nýja hugsun, aðra vídd og öðruvísi þjónustu Hvernig getum við brugðist við ólíkum þjónustuþörfum þegar þær banka upp á, verið í senn fyrirbyggjandi en samt tilbúin þegar tímabundin veikindi steðja að, langtíma heilsubrestur eða þegar maki fellur frá. Öll viljum við sitja við stýrið, stjórna ferðinni sjálf og sú kynslóð sem er að skríða yfir 67 ára tímalínuna er engin undantekning. Mörg hver hafa haft tækifæri til að mennta sig, búa erlendis og ferðast um heiminn, eiga farsæla starfsævi að baki og koma fjölskyldu á legg. Jafn fjölbreyttur hópur eins og samfélagið okkar er. Kynslóð sem gerir meiri kröfur á þjónustu og umgjörð, eru kröfuharðari neytandi og því þarf að endurhugsa þjónustu við eldra fólk og verðugt að spyrja hvernig borg viljum við eldast í? Forvarnaheimsóknir, þjónustukort eða heimsóknahringur Forvarnaheimsóknir gætu verið lausn sem væri áhugavert að skoða. Heimsókn stæði til boða frá fagfólki öldrunarþjónustu borgarinnar en borgarinn fengi bréf þar sem boðið væri upp á heimsókn frá fagteymi heimaþjónustu og samtal yrði tekið um stöðu borgarans í lífinu. Samtalið getur snert daglegt líf, líðan, félagsleg tengsl, húsnæði, fjármál og heilsufar. Kynnt væri sú þjónusta og úrræði sem í boði eru og henta hverju sinni. Það má líka afþakka heimsóknina en hún myndi standa öllum þeim er hafa náð 75 ára aldri, hafa misst maka sinn eða búa eitt. Markmiðið er að skapa persónuleg tengsl, byggja brú trausts milli borgarans og starfsfólks, leggja út net sem grípur þau sem þess þurfa, jafnvel þau sem átta sig ekki á þörfinni og um leið kortleggja þjónustuþörf til að nýta sem best gæði þjónustunnar. Þjónustukort Þjónustukort er áhugaverð gerð þjónustu sem mig langar að leggja fram en kortið er skilgreint fyrir þau sem þurfa stuðning við persónulegar athafnir daglegs lífs eða eru með veikt félagslegt tengslanet. Þjónustan veitir auka 30 mínútur á viku með starfsfólki heimaþjónustu og borgarinn sjálfur ráðstafar í hvað tímanum er varið. Hægt væri að safna tímum saman og nota í lengri stund eða í hóphittingi með félögunum. Tímann væri hægt að nota til að fara á kaffihús, í bíó, safnaheimsóknir, gönguferðir, hengja upp jólaskraut, þrif, heimsókn í blómabúð, spila, hlusta á tónlist, skoða myndir, bað, klippingu, tölvukennslu, handsnyrtingu, heimsókn til fjölskyldu og vina eða skipta um ljósaperu. Óþrjótandi möguleikar en umgjörðin er mannleg reisn, borgarinn í öndvegi, hann stýrir ferðinni. Heimsóknarhringur Það getur verið snúið fyrir maka þess sem missir heilsu og þrek að sinna eigin hreyfingu, tómstundum eða vinum. Skyldur við makann taka yfir allt daglegt líf. Heimsóknahringur væri stuðningsþjónusta sem gæti brúað bil þarfa beggja hjóna - makans sem þarf að komast út og þess sem heima situr og þarf tilbreytingu. Hringurinn samsettur af fólki sem hjónin þekkja til, hafa fylgt þeim yfir ævina, gæti verið fjölskylda, vinir, börn vina eða annað samferðafólk. Heimsóknum yrði skipt niður á vikur og á meðan heimsókn stendur yfir gefst makanum tækifæri til að sinna sér og sínum áhugamálum, fær andrými sem oft vantar inn í daglegt líf eldra fólks við þessar aðstæður. Stuðningur borgarinnar felst í skipuleggja umgjörðina, veita hvatningu og fylgja eftir. Málstjóri tryggir farsæla þjónustu við eldra fólk Reykjavíkurborg innleiddi á síðasta kjörtímabili umbreytingu á þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra þegar Betri borg fyrir börn komst til framkvæmdar. Þar er leitast við að veita viðeigandi stuðning sem fyrst, þétta samstarf velferðasviðs og skóla- og frístundasviðs í þjónustumiðstöð hverfisins til bæta þjónustu við börn og fjölskyldur með því að færa hana í skólaumhverfi barnsins. Málstjóri annast barnið og fjölskylduna en hans verkefni er að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna. Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfu, bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að stýra stuðningsteymi, fylgja eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun og veita þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu barnsins. Við þurfum málstjóra til að tryggja farsæld eldra fólks þegar þjónustuþörfin vex. Málstjóri er þjónustubrú yfir í viðeigandi úrræði og tekur utan um borgarann og fjölskyldu hans, tryggir réttar greiningar, samfellu í þjónustu, að stuðningsáætlanir og endurhæfing sé gerð ásamt að tryggja ráðgjöf til þeirra sem standa næst borgaranum næst. Líknarþjónustuna heim Þegar líður að kveðjustund ætti að vera val um hvort líknarþjónusta sé veitt heim því sumir vilja deyja heima, deyja hjá sínum nánustu í því umhverfi sem þau þekkja og líður best í en ekki á stofnun eða sjúkrahúsi. Þetta á ekki við öll en sum og ætti að vera þjónusta sem tekur utan um vilja einstaklings og fjölskyldu hans um hvar hann vill deyja. Oft eru aðstandendur að þolmörkum komnir og því brýnt að skoða þann möguleika hvernig hægt væri að útfæra líknandi meðferð fyrir eldra fólk í heimahúsi fyrir þau sem þess óska. Kynslóðir breytast og þarfir þeirra með - tökum samtalið Kynslóðir breytast og þarfir þeirra með. Borg framtíðar verður til núna og því mikilvægt að kalla eftir umræðu um hvernig borg við viljum eldast í, hvernig þjónustu við sjáum fyrir okkur. Viljum við vera við stýrið, leggja línurnar? Reykjavíkurborg er vinna að stefnumótun um þjónustu við eldra fólk. Ofangreindar hugmyndir eru settar fram til að kalla eftir samtali, milli kynslóða, milli hjóna, milli fjölskyldna. Við sem samfélag þurfum að hugsa út fyrir kassann okkar, umbreyta þjónustunni með nýjum leiðum, annarri nálgun. Við þurfum á ykkur að halda til að koma inn með hugmyndir um hvernig þjónusta framtíðar á að vera og því viljum taka samtalið við fleiri kynslóðir á komandi vikum því vonandi eldumst við öll og ber gæfa til að eiga farsæla öldrun. Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Breytt samfélagsgerð, ólíkar kynslóðir og tækniþróun kalla á nýja hugsun í þjónustu við okkur sem erum að eldast - hresst eldra fólk, eldra fólk þar sem færni hefur minnkað og þau sem glíma við heilsubrest og þurfa á stuðningi að halda við daglegt líf. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Þannig mun mín kynslóð, næsta kynslóðin á undan mér og þær sem á eftir koma, lifa lengur, vera fjölmennari og gera meiri kröfur á samfélagið hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði. Ákall um nýja hugsun, aðra vídd og öðruvísi þjónustu Hvernig getum við brugðist við ólíkum þjónustuþörfum þegar þær banka upp á, verið í senn fyrirbyggjandi en samt tilbúin þegar tímabundin veikindi steðja að, langtíma heilsubrestur eða þegar maki fellur frá. Öll viljum við sitja við stýrið, stjórna ferðinni sjálf og sú kynslóð sem er að skríða yfir 67 ára tímalínuna er engin undantekning. Mörg hver hafa haft tækifæri til að mennta sig, búa erlendis og ferðast um heiminn, eiga farsæla starfsævi að baki og koma fjölskyldu á legg. Jafn fjölbreyttur hópur eins og samfélagið okkar er. Kynslóð sem gerir meiri kröfur á þjónustu og umgjörð, eru kröfuharðari neytandi og því þarf að endurhugsa þjónustu við eldra fólk og verðugt að spyrja hvernig borg viljum við eldast í? Forvarnaheimsóknir, þjónustukort eða heimsóknahringur Forvarnaheimsóknir gætu verið lausn sem væri áhugavert að skoða. Heimsókn stæði til boða frá fagfólki öldrunarþjónustu borgarinnar en borgarinn fengi bréf þar sem boðið væri upp á heimsókn frá fagteymi heimaþjónustu og samtal yrði tekið um stöðu borgarans í lífinu. Samtalið getur snert daglegt líf, líðan, félagsleg tengsl, húsnæði, fjármál og heilsufar. Kynnt væri sú þjónusta og úrræði sem í boði eru og henta hverju sinni. Það má líka afþakka heimsóknina en hún myndi standa öllum þeim er hafa náð 75 ára aldri, hafa misst maka sinn eða búa eitt. Markmiðið er að skapa persónuleg tengsl, byggja brú trausts milli borgarans og starfsfólks, leggja út net sem grípur þau sem þess þurfa, jafnvel þau sem átta sig ekki á þörfinni og um leið kortleggja þjónustuþörf til að nýta sem best gæði þjónustunnar. Þjónustukort Þjónustukort er áhugaverð gerð þjónustu sem mig langar að leggja fram en kortið er skilgreint fyrir þau sem þurfa stuðning við persónulegar athafnir daglegs lífs eða eru með veikt félagslegt tengslanet. Þjónustan veitir auka 30 mínútur á viku með starfsfólki heimaþjónustu og borgarinn sjálfur ráðstafar í hvað tímanum er varið. Hægt væri að safna tímum saman og nota í lengri stund eða í hóphittingi með félögunum. Tímann væri hægt að nota til að fara á kaffihús, í bíó, safnaheimsóknir, gönguferðir, hengja upp jólaskraut, þrif, heimsókn í blómabúð, spila, hlusta á tónlist, skoða myndir, bað, klippingu, tölvukennslu, handsnyrtingu, heimsókn til fjölskyldu og vina eða skipta um ljósaperu. Óþrjótandi möguleikar en umgjörðin er mannleg reisn, borgarinn í öndvegi, hann stýrir ferðinni. Heimsóknarhringur Það getur verið snúið fyrir maka þess sem missir heilsu og þrek að sinna eigin hreyfingu, tómstundum eða vinum. Skyldur við makann taka yfir allt daglegt líf. Heimsóknahringur væri stuðningsþjónusta sem gæti brúað bil þarfa beggja hjóna - makans sem þarf að komast út og þess sem heima situr og þarf tilbreytingu. Hringurinn samsettur af fólki sem hjónin þekkja til, hafa fylgt þeim yfir ævina, gæti verið fjölskylda, vinir, börn vina eða annað samferðafólk. Heimsóknum yrði skipt niður á vikur og á meðan heimsókn stendur yfir gefst makanum tækifæri til að sinna sér og sínum áhugamálum, fær andrými sem oft vantar inn í daglegt líf eldra fólks við þessar aðstæður. Stuðningur borgarinnar felst í skipuleggja umgjörðina, veita hvatningu og fylgja eftir. Málstjóri tryggir farsæla þjónustu við eldra fólk Reykjavíkurborg innleiddi á síðasta kjörtímabili umbreytingu á þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra þegar Betri borg fyrir börn komst til framkvæmdar. Þar er leitast við að veita viðeigandi stuðning sem fyrst, þétta samstarf velferðasviðs og skóla- og frístundasviðs í þjónustumiðstöð hverfisins til bæta þjónustu við börn og fjölskyldur með því að færa hana í skólaumhverfi barnsins. Málstjóri annast barnið og fjölskylduna en hans verkefni er að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna. Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfu, bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að stýra stuðningsteymi, fylgja eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun og veita þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu barnsins. Við þurfum málstjóra til að tryggja farsæld eldra fólks þegar þjónustuþörfin vex. Málstjóri er þjónustubrú yfir í viðeigandi úrræði og tekur utan um borgarann og fjölskyldu hans, tryggir réttar greiningar, samfellu í þjónustu, að stuðningsáætlanir og endurhæfing sé gerð ásamt að tryggja ráðgjöf til þeirra sem standa næst borgaranum næst. Líknarþjónustuna heim Þegar líður að kveðjustund ætti að vera val um hvort líknarþjónusta sé veitt heim því sumir vilja deyja heima, deyja hjá sínum nánustu í því umhverfi sem þau þekkja og líður best í en ekki á stofnun eða sjúkrahúsi. Þetta á ekki við öll en sum og ætti að vera þjónusta sem tekur utan um vilja einstaklings og fjölskyldu hans um hvar hann vill deyja. Oft eru aðstandendur að þolmörkum komnir og því brýnt að skoða þann möguleika hvernig hægt væri að útfæra líknandi meðferð fyrir eldra fólk í heimahúsi fyrir þau sem þess óska. Kynslóðir breytast og þarfir þeirra með - tökum samtalið Kynslóðir breytast og þarfir þeirra með. Borg framtíðar verður til núna og því mikilvægt að kalla eftir umræðu um hvernig borg við viljum eldast í, hvernig þjónustu við sjáum fyrir okkur. Viljum við vera við stýrið, leggja línurnar? Reykjavíkurborg er vinna að stefnumótun um þjónustu við eldra fólk. Ofangreindar hugmyndir eru settar fram til að kalla eftir samtali, milli kynslóða, milli hjóna, milli fjölskyldna. Við sem samfélag þurfum að hugsa út fyrir kassann okkar, umbreyta þjónustunni með nýjum leiðum, annarri nálgun. Við þurfum á ykkur að halda til að koma inn með hugmyndir um hvernig þjónusta framtíðar á að vera og því viljum taka samtalið við fleiri kynslóðir á komandi vikum því vonandi eldumst við öll og ber gæfa til að eiga farsæla öldrun. Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Samfylkingar.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun