Móðir barnsins í haldi og málið rannsakað sem manndráp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 15:17 Lögreglan hefur ekki viljað veita miklar upplýsingareftir að tilkynnt var um andlát sex ára barns á Nýbýlavegi í Kópavogi að morgni miðvikudags, enda er málið mjög viðkvæmt. vísir/arnar Andlát sex ára drengs í Kópavogi er rannsakað sem manndráp. Konan sem er í haldi lögreglu er móðir barnsins. Annað barn bjó á heimilinu og er það nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri. Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu í viðtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu hafa ágæta mynd af því sem gerðist. „Rannsóknin beinist að því að barninu hafi verið ráðinn bani,“ segir Grímur. Mæðginin dvalið hér í á fjórða ár Konan sem er í haldi er móðir barnsins. Mæðginin hafa verið á landinu í þrjú til fjögur ár og njóta alþjóðlegrar verndar á Íslandi. „Þau bjuggu saman þarna, móðir með tvö börn.“ Eldra barnið var ekki í íbúðinni Eldra barnið var á leiðinni í skólann þegar lögreglu bar að garði á miðvikudagsmorgun og er nú í viðeigandi úrræði barnaverndaryfirvalda. Grímur segir að móðirin sjálf hafi hringt á lögreglu. Krufning hefur farið fram en niðurstöður liggja ekki fyrir að svo stöddu. Líkt og fram hefur komið gekkst konan undir geðmat stuttu eftir að hún var handtekin. Grímur segist ekki geta greint frá niðurstöðum þess. Aðspurður hvort lögregla eða barnaverndaryfirvöld hafi áður haft afskipti af konunni segist Grímur ekki vilja fara út í þau mál. Rannsókn miði ágætlega Hann segir konuna samstarfsfúsa en vill ekki greina frá því hvort hún hafi játað í málinu. „Rannsókn miðar ágætlega. Þetta er viðkvæmt mál og við höfum haldið að okkur höndum þegar kemur að upplýsingum til fjölmiðla og teljum að þær upplýsingar sem þurfa að koma séu nú fram komnar.“ Grímur segir fjölmarga hafa verið yfirheyrða í málinu. „Í svona málum eru yfirheyrðir þeir sem þurfa þykir. Auðvitað eru lang flestir og allir með réttarstöðu vitnis nema sú sem grunuð er um verknaðinn,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi mögulega að yfirheyra fleiri.
Lögreglumál Kópavogur Andlát barns á Nýbýlavegi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira