Hljóð og mynd í Efstaleiti Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 1. febrúar 2024 08:00 „Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
„Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin. Á fyrstu vikum í nýju starfi sem forstjóri stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtækis landsins þóttist ég heyra af kollegum mínum að ekki væru bundnar miklar vonir við þessa yfirlýsingu. Sporin hræða enda um margendurunnið loforð að ræða. Um árabil hefur heyrst að til standi að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, eða jafnvel að ríkismiðillinn hætti alveg að starfa á þeim markaði. Ekki grunaði mig þó að einungis tæki örfáar vikur fyrir Ríkisútvarpið að afhjúpa að orð og gjörðir fari engan veginn saman. Í nýlegri fundargerð stjórnar kemur nefnilega fram að áætlanir stjórnenda RÚV geri ráð fyrir tæplega 18% vexti í auglýsingasölu milli áranna 2023 og 2024. Svo mikið fyrir fyrirheitin fögru um “minnkandi umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði”. Fjölmiðlamarkaðurinn er síbreytilegur. Á undanförnum árum höfum við séð rótgróna miðla hverfa af markaði. Fréttablaðið - sem ekki alls fyrir löngu var stærsti auglýsingamiðill landsins - dó drottni sínum á síðasta ári. Alls staðar í kringum okkur eru prentmiðlar að leggja upp laupana. Mikil samþjöppun er á sjónvarpsmarkaði, þar sem hefðbundin línuleg áskriftarmódel eru á undanhaldi. Meira að segja rótgrónu risarnir Paramount, Warner og Discovery ræða nú kosti og galla sameiningar félaganna. Nýir miðlar skjóta svo í sífellu upp kollinum. Streymisveiturnar þekktust varla fyrir nokkrum árum en eru nú með verulega markaðshlutdeild þvert á landamæri. Facebook, Google, Youtube og fleiri erlend stórfyrirtæki taka nú til sín stóran hluta auglýsingatekna á Íslandi sem annarsstaðar. Þrátt fyrir þetta er mesta furða hve mikil gróska er á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki þýðir heldur að kveinka sér undan þeirri samkeppni sem kemur að utan og grundvallast á tækninýjungum og hugviti á heimsmælikvarða. Hitt er hins vegar verra þegar ógnin kemur að innan, og byggist á íhaldssemi, ótta við breytingar og tækni sem er á undanhaldi. Hver myndi annars leggja til í dag að stofnaður yrði ríkisfjölmiðill með skylduáskrift sem fyrst og fremst byggði á útvarpi og línulegri dagskrá í sjónvarpi? Og ekki nóg með það heldur skyldi hann líka keppast við einkareknu miðlana um takmarkaðar auglýsingatekjur? Rekstrarumhverfi fjölmiðla er erfitt og óstöðugt. Þá ríður á að ríkisvaldið geri sitt til að bæta umhverfið, eða flækist að minnsta kosti ekki fyrir. Þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði stendur kraftmiklum einkareknum fjölmiðlum fyrir þrifum. Sömu miðlar og þurfa að keppa við Ríkisútvarpið um starfsfólk og afþreyingarefni. Í þessu samhengi eru mikil vonbrigði að átta sig á því að fjögurra vikna gömul yfirlýsing menntamálaráðherra virðist vera orðin tóm. Stjórnvöld ætla ekki að hjálpa einkareknu miðlunum að blómstra í erfiðu alþjóðlegu umhverfi, heldur virðast þvert á móti ætla að auka enn á séríslenska, heimagerða hindrun. Hljóð og mynd fara einfaldlega ekki saman í málefnum RÚV. Höfundur er forstjóri Sýnar hf.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun