Stjórnendum fækkar hjá Lyfjastofnun Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 13:20 Rúna Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Arnar Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun í tengslum við aðhaldsaðgerðir og hafa sviðum stofnunarinnar verið fækkað. Samhliða breytingunum hefur stjórnendum verið fækkað en ekki þurfti að grípa til uppsagna. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en skipulaginu verður formlega breytt á morgun. „Því fylgja breytingar í stjórnendahópnum, tvö svið verða lögð niður og fólk færist milli sviða og deilda. Þetta er gert vegna þeirra fjárhagslegu áskorana sem Lyfjastofnun stendur frammi fyrir.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi orðið fyrirsjáanlegt að framlög úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar myndu dragast saman. „Þá þegar var farið í aðhaldsaðgerðir, t.a.m. voru tímabundnir ráðningarsamningar ekki framlengdir, og ekki var ráðið í stað þeirra sem létu af störfum nema brýna nauðsyn bæri til. Þjónustugjöld 70% af tekjum Lyfjastofnunar Fjármögnun Lyfjastofnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem nemur 70% af tekjum stofnunarinnar á ársgrundvelli. Hins vegar framlag úr ríkissjóði. Nýtt skipurit. Framlag úr ríkissjóði dregst saman Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að standa undir öðrum verkþáttum en þeim sem þjónustugjöldin standa undir, og stofnuninni ber að sinna. Þessir liðir, að stærstum hluta eftirlitsgjöld og árgjöld, nema um 30% af tekjunum. Eftir samþykkt fjárlaga var ljóst að framlag úr ríkissjóði myndi minnka frá fyrra ári og hafði þá dregist saman um tæp 15% á tveimur árum. Af þessu leiðir að framlag ríkisstjóðs árið 2024 verður að líkindum um 100 milljónum lægra en áætlaðar tekjur sem Lyfjastofnun mun skila í sjóðinn á formi eftirlitsgjalda, árgjalda og undanþágulyfja. Um þetta var nýlega var fjallað í frétt á vef stofnunarinnar. Nýtt skipurit – tvö kjarnasvið Í ljósi þess að frekari aðhaldsaðgerða væri þörf, var ráðist í að endurmeta vinnu, verkferla og mönnun á hverjum stað, skoðað hvar draga mætti úr þjónustu og hvar hægt væri að færa til verkefni milli starfseininga til að ná fram aukinni skilvirkni. Þetta þýðir verulega uppstokkun á vinnustaðnum og breytingar í stjórnendahópnum,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, staðgengill hennar Þórhallur Hákonarson, sem jafnframt er sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslu. Í starfi aðstoðarmanns forstjóra er Jana Rós Reynisdóttir, mannauðsstjóri er Stefán Karl Snorrason. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir stýrir sviði sem ber heitið Mat og skráning lyfja, og sviðinu Aðgengi og öryggi stýrir Ólöf Þórhallsdóttir. Sviðsstjóri í Stafrænum innviðum er Guðrún Helga Hamar. Stjórnsýsla Lyf Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en skipulaginu verður formlega breytt á morgun. „Því fylgja breytingar í stjórnendahópnum, tvö svið verða lögð niður og fólk færist milli sviða og deilda. Þetta er gert vegna þeirra fjárhagslegu áskorana sem Lyfjastofnun stendur frammi fyrir.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi orðið fyrirsjáanlegt að framlög úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar myndu dragast saman. „Þá þegar var farið í aðhaldsaðgerðir, t.a.m. voru tímabundnir ráðningarsamningar ekki framlengdir, og ekki var ráðið í stað þeirra sem létu af störfum nema brýna nauðsyn bæri til. Þjónustugjöld 70% af tekjum Lyfjastofnunar Fjármögnun Lyfjastofnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem nemur 70% af tekjum stofnunarinnar á ársgrundvelli. Hins vegar framlag úr ríkissjóði. Nýtt skipurit. Framlag úr ríkissjóði dregst saman Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að standa undir öðrum verkþáttum en þeim sem þjónustugjöldin standa undir, og stofnuninni ber að sinna. Þessir liðir, að stærstum hluta eftirlitsgjöld og árgjöld, nema um 30% af tekjunum. Eftir samþykkt fjárlaga var ljóst að framlag úr ríkissjóði myndi minnka frá fyrra ári og hafði þá dregist saman um tæp 15% á tveimur árum. Af þessu leiðir að framlag ríkisstjóðs árið 2024 verður að líkindum um 100 milljónum lægra en áætlaðar tekjur sem Lyfjastofnun mun skila í sjóðinn á formi eftirlitsgjalda, árgjalda og undanþágulyfja. Um þetta var nýlega var fjallað í frétt á vef stofnunarinnar. Nýtt skipurit – tvö kjarnasvið Í ljósi þess að frekari aðhaldsaðgerða væri þörf, var ráðist í að endurmeta vinnu, verkferla og mönnun á hverjum stað, skoðað hvar draga mætti úr þjónustu og hvar hægt væri að færa til verkefni milli starfseininga til að ná fram aukinni skilvirkni. Þetta þýðir verulega uppstokkun á vinnustaðnum og breytingar í stjórnendahópnum,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, staðgengill hennar Þórhallur Hákonarson, sem jafnframt er sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslu. Í starfi aðstoðarmanns forstjóra er Jana Rós Reynisdóttir, mannauðsstjóri er Stefán Karl Snorrason. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir stýrir sviði sem ber heitið Mat og skráning lyfja, og sviðinu Aðgengi og öryggi stýrir Ólöf Þórhallsdóttir. Sviðsstjóri í Stafrænum innviðum er Guðrún Helga Hamar.
Stjórnsýsla Lyf Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira