Stjórnendum fækkar hjá Lyfjastofnun Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 13:20 Rúna Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Arnar Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun í tengslum við aðhaldsaðgerðir og hafa sviðum stofnunarinnar verið fækkað. Samhliða breytingunum hefur stjórnendum verið fækkað en ekki þurfti að grípa til uppsagna. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en skipulaginu verður formlega breytt á morgun. „Því fylgja breytingar í stjórnendahópnum, tvö svið verða lögð niður og fólk færist milli sviða og deilda. Þetta er gert vegna þeirra fjárhagslegu áskorana sem Lyfjastofnun stendur frammi fyrir.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi orðið fyrirsjáanlegt að framlög úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar myndu dragast saman. „Þá þegar var farið í aðhaldsaðgerðir, t.a.m. voru tímabundnir ráðningarsamningar ekki framlengdir, og ekki var ráðið í stað þeirra sem létu af störfum nema brýna nauðsyn bæri til. Þjónustugjöld 70% af tekjum Lyfjastofnunar Fjármögnun Lyfjastofnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem nemur 70% af tekjum stofnunarinnar á ársgrundvelli. Hins vegar framlag úr ríkissjóði. Nýtt skipurit. Framlag úr ríkissjóði dregst saman Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að standa undir öðrum verkþáttum en þeim sem þjónustugjöldin standa undir, og stofnuninni ber að sinna. Þessir liðir, að stærstum hluta eftirlitsgjöld og árgjöld, nema um 30% af tekjunum. Eftir samþykkt fjárlaga var ljóst að framlag úr ríkissjóði myndi minnka frá fyrra ári og hafði þá dregist saman um tæp 15% á tveimur árum. Af þessu leiðir að framlag ríkisstjóðs árið 2024 verður að líkindum um 100 milljónum lægra en áætlaðar tekjur sem Lyfjastofnun mun skila í sjóðinn á formi eftirlitsgjalda, árgjalda og undanþágulyfja. Um þetta var nýlega var fjallað í frétt á vef stofnunarinnar. Nýtt skipurit – tvö kjarnasvið Í ljósi þess að frekari aðhaldsaðgerða væri þörf, var ráðist í að endurmeta vinnu, verkferla og mönnun á hverjum stað, skoðað hvar draga mætti úr þjónustu og hvar hægt væri að færa til verkefni milli starfseininga til að ná fram aukinni skilvirkni. Þetta þýðir verulega uppstokkun á vinnustaðnum og breytingar í stjórnendahópnum,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, staðgengill hennar Þórhallur Hákonarson, sem jafnframt er sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslu. Í starfi aðstoðarmanns forstjóra er Jana Rós Reynisdóttir, mannauðsstjóri er Stefán Karl Snorrason. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir stýrir sviði sem ber heitið Mat og skráning lyfja, og sviðinu Aðgengi og öryggi stýrir Ólöf Þórhallsdóttir. Sviðsstjóri í Stafrænum innviðum er Guðrún Helga Hamar. Stjórnsýsla Lyf Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en skipulaginu verður formlega breytt á morgun. „Því fylgja breytingar í stjórnendahópnum, tvö svið verða lögð niður og fólk færist milli sviða og deilda. Þetta er gert vegna þeirra fjárhagslegu áskorana sem Lyfjastofnun stendur frammi fyrir.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi orðið fyrirsjáanlegt að framlög úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar myndu dragast saman. „Þá þegar var farið í aðhaldsaðgerðir, t.a.m. voru tímabundnir ráðningarsamningar ekki framlengdir, og ekki var ráðið í stað þeirra sem létu af störfum nema brýna nauðsyn bæri til. Þjónustugjöld 70% af tekjum Lyfjastofnunar Fjármögnun Lyfjastofnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem nemur 70% af tekjum stofnunarinnar á ársgrundvelli. Hins vegar framlag úr ríkissjóði. Nýtt skipurit. Framlag úr ríkissjóði dregst saman Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að standa undir öðrum verkþáttum en þeim sem þjónustugjöldin standa undir, og stofnuninni ber að sinna. Þessir liðir, að stærstum hluta eftirlitsgjöld og árgjöld, nema um 30% af tekjunum. Eftir samþykkt fjárlaga var ljóst að framlag úr ríkissjóði myndi minnka frá fyrra ári og hafði þá dregist saman um tæp 15% á tveimur árum. Af þessu leiðir að framlag ríkisstjóðs árið 2024 verður að líkindum um 100 milljónum lægra en áætlaðar tekjur sem Lyfjastofnun mun skila í sjóðinn á formi eftirlitsgjalda, árgjalda og undanþágulyfja. Um þetta var nýlega var fjallað í frétt á vef stofnunarinnar. Nýtt skipurit – tvö kjarnasvið Í ljósi þess að frekari aðhaldsaðgerða væri þörf, var ráðist í að endurmeta vinnu, verkferla og mönnun á hverjum stað, skoðað hvar draga mætti úr þjónustu og hvar hægt væri að færa til verkefni milli starfseininga til að ná fram aukinni skilvirkni. Þetta þýðir verulega uppstokkun á vinnustaðnum og breytingar í stjórnendahópnum,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, staðgengill hennar Þórhallur Hákonarson, sem jafnframt er sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslu. Í starfi aðstoðarmanns forstjóra er Jana Rós Reynisdóttir, mannauðsstjóri er Stefán Karl Snorrason. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir stýrir sviði sem ber heitið Mat og skráning lyfja, og sviðinu Aðgengi og öryggi stýrir Ólöf Þórhallsdóttir. Sviðsstjóri í Stafrænum innviðum er Guðrún Helga Hamar.
Stjórnsýsla Lyf Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira