Bjarni hafi verið með útúrsnúninga og stæla á nefndarfundi Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2024 12:02 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata óskaði eftir því í desember að Bjarni Benediktsson kæmi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að svara fyrir framkvæmd sölunnar á hlut í Íslandsbanka 22. mars 2022. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson segir hafa verið ómögulegt að gæta að almennum hæfisreglum við sölu á hlut í Íslandsbanka í mars í hitteðfyrra gagnvart hverjum og einum kaupanda. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun að ósk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingflokksformanns Pírata frá því í desember, til að svara fyrir framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Þá var framkvæmt útboð á hlutum á bankanum þar sem fjárfestum sem uppfylla áttu tiltekin skilyrði bauðst að kaupa í bankanum á tilteknu verði. Einn kaupenda var fyrirtæki í eigu föðurs Bjarna og komst umboðsmaður Alþingis að því að ekki hafi verið gætt að hæfi hans sem þáverandi fjármálaráðherra við framkvæmdina. Bjarni var ekki alls kostar sáttur með fund nefndarinnar. Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis gaf út álit sitt á söluferlinu á Íslandsbanka.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því að þessi mikilvæga nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, freistist til þess að fara út í einhvern pólitískan skollaleik. Sem mér fannst vera vottur af á þessum fundi í dag,“ sagði ráðherrann að loknum fundi. Á fundinum sagði Bjarni að í ljósi verkaskiptingar á milli fjármálaráðuneytisins og Bankasýslunnar og þeirrar aðferðar sem notuð var við söluna með svo kallaðri tilboðsbók í mjög hröðu ferli, hafi ekki verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson var ekki alls kostar sáttur við upplagið á fundi nefndarinnar í morgun.Stöð 2/Arnar „Þá hafi það verið okkar nálgun allan tímann að það væri ekki gert ráð fyrir því að ráðherrann myndi þurfa að fara yfir hæfi sitt gagnvart hverjum og einum bjóðanda. Umboðsmaður hefur um þetta sagt; það kann að vera að það hafi verið útilokað að framkvæma hæfismatið.“ En þá hefðu menn þurft að átta sig á því fyrirfram, ræða það í samskiptum við þingið og best hefði verið að lögfesta það, hefur Bjarni eftir umboðsmanni. Þórhildur Sunna sagði Bjarna ekki hafa gengist við eigin mistökum. Þórhildur Sunna Ævarddóttir segir Bjarna Benediktsson hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Stöð 2/Arnar „Það svosem sannast hið fornkveðna, að Bjarni Benediktsson er alltaf til í að skella skuldinni af sínum eigin mistökum á einhverja aðra. Þarna reyndi hann að finna enn eina afsökunina fyrir því að hafa gerst brotlegur við lög og reynir að klína þessum ákvörðunum sem hann tók á þingið. Halda því fram að þingið hafi ákveðið að velja söluaðferð sem gæti ekki staðist stjórnsýslulög. Þar af leiðandi sé ekki okkar að gera athugasemd við það,“ segir Þórhildur Sunna. Bjarni hafi hins vegar sjálfur tekið þessa ákvörðun og enginn annar. Hann beri því ábyrgð á henni en ekki Alþingi. Ekkert komi fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu um að Bjarni hafi fengið ráðleggingar um annað eins og hann hafi haldið fram. Þá væri álit umboðsmanns mjög skýrt. „Mér finnst einmitt það sem hefur verið óskýrt vera viðbrögð ráðherrans. Sem talar um að það sé ýmislegt sem orki tvímælis í áliti umboðsmanns og hann hefur ekki fengist til að skýra það með viðeigandi hætti hvað það er. Það sé hitt og þetta sem stangist á við ráðgjöf sem hann hafi fengið. Þannig að mér fannst nú mikilvægast að fá það fram hvaða ráðgjöf það var sem hann hafði fengið.“ Og engin svör við því? „Nei, nei, engin svör við því. Bara útúrsnúningar og stælar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum að neðan. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kom fyrir nefndina í morgun að ósk Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingflokksformanns Pírata frá því í desember, til að svara fyrir framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022. Þá var framkvæmt útboð á hlutum á bankanum þar sem fjárfestum sem uppfylla áttu tiltekin skilyrði bauðst að kaupa í bankanum á tilteknu verði. Einn kaupenda var fyrirtæki í eigu föðurs Bjarna og komst umboðsmaður Alþingis að því að ekki hafi verið gætt að hæfi hans sem þáverandi fjármálaráðherra við framkvæmdina. Bjarni var ekki alls kostar sáttur með fund nefndarinnar. Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármálaráðherra eftir að umboðsmaður Alþingis gaf út álit sitt á söluferlinu á Íslandsbanka.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað alltaf ákveðin hætta á því að þessi mikilvæga nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, freistist til þess að fara út í einhvern pólitískan skollaleik. Sem mér fannst vera vottur af á þessum fundi í dag,“ sagði ráðherrann að loknum fundi. Á fundinum sagði Bjarni að í ljósi verkaskiptingar á milli fjármálaráðuneytisins og Bankasýslunnar og þeirrar aðferðar sem notuð var við söluna með svo kallaðri tilboðsbók í mjög hröðu ferli, hafi ekki verið hægt að fylgja almennum hæfisreglum gagnvart hverjum og einum kaupanda í bankanum. Bjarni Benediktsson var ekki alls kostar sáttur við upplagið á fundi nefndarinnar í morgun.Stöð 2/Arnar „Þá hafi það verið okkar nálgun allan tímann að það væri ekki gert ráð fyrir því að ráðherrann myndi þurfa að fara yfir hæfi sitt gagnvart hverjum og einum bjóðanda. Umboðsmaður hefur um þetta sagt; það kann að vera að það hafi verið útilokað að framkvæma hæfismatið.“ En þá hefðu menn þurft að átta sig á því fyrirfram, ræða það í samskiptum við þingið og best hefði verið að lögfesta það, hefur Bjarni eftir umboðsmanni. Þórhildur Sunna sagði Bjarna ekki hafa gengist við eigin mistökum. Þórhildur Sunna Ævarddóttir segir Bjarna Benediktsson hafa verið með útúrsnúninga og stæla á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.Stöð 2/Arnar „Það svosem sannast hið fornkveðna, að Bjarni Benediktsson er alltaf til í að skella skuldinni af sínum eigin mistökum á einhverja aðra. Þarna reyndi hann að finna enn eina afsökunina fyrir því að hafa gerst brotlegur við lög og reynir að klína þessum ákvörðunum sem hann tók á þingið. Halda því fram að þingið hafi ákveðið að velja söluaðferð sem gæti ekki staðist stjórnsýslulög. Þar af leiðandi sé ekki okkar að gera athugasemd við það,“ segir Þórhildur Sunna. Bjarni hafi hins vegar sjálfur tekið þessa ákvörðun og enginn annar. Hann beri því ábyrgð á henni en ekki Alþingi. Ekkert komi fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu um að Bjarni hafi fengið ráðleggingar um annað eins og hann hafi haldið fram. Þá væri álit umboðsmanns mjög skýrt. „Mér finnst einmitt það sem hefur verið óskýrt vera viðbrögð ráðherrans. Sem talar um að það sé ýmislegt sem orki tvímælis í áliti umboðsmanns og hann hefur ekki fengist til að skýra það með viðeigandi hætti hvað það er. Það sé hitt og þetta sem stangist á við ráðgjöf sem hann hafi fengið. Þannig að mér fannst nú mikilvægast að fá það fram hvaða ráðgjöf það var sem hann hafði fengið.“ Og engin svör við því? „Nei, nei, engin svör við því. Bara útúrsnúningar og stælar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir að loknum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjá má upptöku af fundinum í spilaranum að neðan.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Bein útsending: Bjarni til svara um Bankasýsluna og bankasöluna Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022. 31. janúar 2024 08:46