Fjárhagslegt ofbeldi í skjóli nætur Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 31. janúar 2024 08:30 Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín. Kirfilega falið í Gistináttaskatts-frumvarpinu sem afgreitt var í flýti, skömmu fyrir þinghlé, kom fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda. Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gefist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna persónuafslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði. Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi. Fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ógæfu, en hvar voru samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn þegar þessi ákvörðun var samþykkt? Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari staðfesting á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skilning á aðstæðum fólks sem býr við fátækt og vanlíðan vegna vanbúnaðar almannatryggingakerfisins. Stjórnarandstaðan, undir forystu Ingu Sæland, keypti gálgafrest og kom í veg fyrir að þetta óréttlæti yrði að veruleika nú um áramótin með því að láta fresta framkvæmdinni um eitt ár. Það er aðeins tímabundinn sigur. Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar. Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín. Kirfilega falið í Gistináttaskatts-frumvarpinu sem afgreitt var í flýti, skömmu fyrir þinghlé, kom fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda. Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gefist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna persónuafslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði. Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi. Fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ógæfu, en hvar voru samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn þegar þessi ákvörðun var samþykkt? Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari staðfesting á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skilning á aðstæðum fólks sem býr við fátækt og vanlíðan vegna vanbúnaðar almannatryggingakerfisins. Stjórnarandstaðan, undir forystu Ingu Sæland, keypti gálgafrest og kom í veg fyrir að þetta óréttlæti yrði að veruleika nú um áramótin með því að láta fresta framkvæmdinni um eitt ár. Það er aðeins tímabundinn sigur. Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar. Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun