Biden segist búinn að ákveða sig Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 22:31 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar hann ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. Biden sagði í Hvíta húsinu í dag að hann væri búinn að taka ákvörðun um viðbrögð en ítrekaði að hann hefði ekki áhuga á stríði við Íran, sem styður marga vígahópa í Írak, Sýrlandi og víðar sem gert hafa linnulausar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum á undanförnum vikum. Frá því í október hafa verið gerðar tæplega 170 árásir á Bandaríska hermenn og langflestar þeirra í Írak og Sýrlandi. Forsetinn sagði klerkastjórnina í Íran bera ábyrgð á árásinni þar sem hún hefði gefið áðurnefndum hópum vopn sem voru notuð. Yfirvöld í Íran segjast ekki hafa komið að árásinni. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Umrædd árás var gerð af meðlimum írakska vígahópsins Kataib Hezbollah. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Forsvarsmenn Kataib Hezbollah sendu fyrr í kvöld út yfirlýsingu um að árásum á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum yrði hætt í bili. Mun það vera til að forða ríkisstjórn Írak frá vandræðum. Eins og áður segir heyrir Kataib Hezbollah og aðrir sambærilegir hópar formlega undir írakska herinn. Í raun stjórna þeir sér að mestu leyti sjálfir. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Þá sagði einnig í yfirlýsingunni að yfirvöld í Íran hefðu ekki komið að árásinni. Samkvæmt frétt Washington Post eru um 2.500 bandarískir hermenn í Írak og Sýrlandi og um þrjú þúsund í Jórdaníu. Formlegt verkefni hermannanna í Írak og Sýrlandi er að koma í veg fyrir mögulega endurkomu Íslamska ríkisins og að þjálfa írakskar öryggissveitir. Bandaríkin Íran Joe Biden Hernaður Írak Sýrland Jórdanía Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Biden sagði í Hvíta húsinu í dag að hann væri búinn að taka ákvörðun um viðbrögð en ítrekaði að hann hefði ekki áhuga á stríði við Íran, sem styður marga vígahópa í Írak, Sýrlandi og víðar sem gert hafa linnulausar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum á undanförnum vikum. Frá því í október hafa verið gerðar tæplega 170 árásir á Bandaríska hermenn og langflestar þeirra í Írak og Sýrlandi. Forsetinn sagði klerkastjórnina í Íran bera ábyrgð á árásinni þar sem hún hefði gefið áðurnefndum hópum vopn sem voru notuð. Yfirvöld í Íran segjast ekki hafa komið að árásinni. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Umrædd árás var gerð af meðlimum írakska vígahópsins Kataib Hezbollah. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Forsvarsmenn Kataib Hezbollah sendu fyrr í kvöld út yfirlýsingu um að árásum á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum yrði hætt í bili. Mun það vera til að forða ríkisstjórn Írak frá vandræðum. Eins og áður segir heyrir Kataib Hezbollah og aðrir sambærilegir hópar formlega undir írakska herinn. Í raun stjórna þeir sér að mestu leyti sjálfir. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Þá sagði einnig í yfirlýsingunni að yfirvöld í Íran hefðu ekki komið að árásinni. Samkvæmt frétt Washington Post eru um 2.500 bandarískir hermenn í Írak og Sýrlandi og um þrjú þúsund í Jórdaníu. Formlegt verkefni hermannanna í Írak og Sýrlandi er að koma í veg fyrir mögulega endurkomu Íslamska ríkisins og að þjálfa írakskar öryggissveitir.
Bandaríkin Íran Joe Biden Hernaður Írak Sýrland Jórdanía Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44