Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:20 Rúmlega helmingur allra bygginga á Gaza hefur skemmst mikið eða gereyðilagst í árásum Ísraelsmanna undanfarna mánuði. AP/Fatima Shbair Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er nýkomin heim til Íslands eftir sex vikna starf á einu af fáum starfhæfum sjúkrahúsum á Gaza sem staðsett er í Rafahborg. Þangað hafa tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna flúið átökin á Gazasvæðinu. Elín Jakobía Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir mjög algengt að fólk missi útlimi og brennist illa í árásunum á Gaza. Stöð 2/Steinigrímur Dúi „Ástandið er vægast sagt slæmt. Spítalasvæðið og spítalinn sjálfur er fullur af fólki. Það eru mörg þúsund manns sem búa á spítalasvæðinu. Allir gangar á spítalanum eru fullir af fólki. Fólk hefur leitað þarna í vernd og hreinlega hefur spítalann sem sitt heimili,“ segir Elín. Rúmlega helmingur allra bygginga á Gazaströndinni, sérstaklega í norðurhlutanum og á miðhlutanum, eru mikið skemmdar eða rústir einar eftir stöðugar loftárásir Ísraelsmanna í um þrjá mánuði. Rafah er í suðurhlutanum þar sem árásir hafa ekki verið eins miklar og því hefur fólk flúið þangað. „Þeir sem koma inn á skurðstofu til okkar; þar er mikið um beinbrot. Það er mikið um að fólk missi útlimi, fótleggi og handleggi og það er mjög mikið um slæma bruna sem við reynum að sinna eftir besta megni.“ Ein komma sjö milljónir íbúa Gaza, eða um 80 prósent þeirra, eru á vergangi vegna átakanna. Elín segir algengt að fólk hafi misst marga ástvini og jafnvel alla fjölskyldu sína í árásunum. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns fallið og enn fleiri særst, þar af mjög margt ungt fólk en mikill meirihluti Palestínsku þjóðarinnar er undir þrítugu. Um 1,7 milljónir íbúa Gaza, eða 80 prósent allra íbúanna, eru á vergangi. Tugir þúsunda flýja suður á bóginn til Rafahborgar, eins og fólkið á þessari mynd.AP//Fatima Shbair Elín Jakobína starfar alla jafna á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur farið á vegum Alþjóðarauðakrossins meðal annars til Suður-Súdan, Afganistans og Sýrlands. Ekki væri hægt að bera saman stöðuna á spítalanum í Rafah og á evrópskum sjúkrahúsum. „Það er mikill skortur á því sem þarf til að sinna þessum sjúklingum inni á Gaza. Þannig að við verðum að reyna að sinna sem flestum með tiltölulega litlu,“ segir Elín. Það væri skortur á lyfjum, lækninga áhöldum og mat en Ísraelsmenn takmörkuðu mjög umferð með hjálpargögn sem koma í gegn frá Egyptalandi. Því miður væri því ekki hægt að bjarga öllum. „Það er vægast sagt erfitt fyrir okkur. Við verðum alltaf að hafa plan B við höndina. Af því við höfum ekki það sem við myndum hafa hér á Landsspítalanum eða annars staðar. Vegna þess að hlutirnir klárast og ná ekki til okkar,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir. Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Palestína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er nýkomin heim til Íslands eftir sex vikna starf á einu af fáum starfhæfum sjúkrahúsum á Gaza sem staðsett er í Rafahborg. Þangað hafa tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna flúið átökin á Gazasvæðinu. Elín Jakobía Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir mjög algengt að fólk missi útlimi og brennist illa í árásunum á Gaza. Stöð 2/Steinigrímur Dúi „Ástandið er vægast sagt slæmt. Spítalasvæðið og spítalinn sjálfur er fullur af fólki. Það eru mörg þúsund manns sem búa á spítalasvæðinu. Allir gangar á spítalanum eru fullir af fólki. Fólk hefur leitað þarna í vernd og hreinlega hefur spítalann sem sitt heimili,“ segir Elín. Rúmlega helmingur allra bygginga á Gazaströndinni, sérstaklega í norðurhlutanum og á miðhlutanum, eru mikið skemmdar eða rústir einar eftir stöðugar loftárásir Ísraelsmanna í um þrjá mánuði. Rafah er í suðurhlutanum þar sem árásir hafa ekki verið eins miklar og því hefur fólk flúið þangað. „Þeir sem koma inn á skurðstofu til okkar; þar er mikið um beinbrot. Það er mikið um að fólk missi útlimi, fótleggi og handleggi og það er mjög mikið um slæma bruna sem við reynum að sinna eftir besta megni.“ Ein komma sjö milljónir íbúa Gaza, eða um 80 prósent þeirra, eru á vergangi vegna átakanna. Elín segir algengt að fólk hafi misst marga ástvini og jafnvel alla fjölskyldu sína í árásunum. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns fallið og enn fleiri særst, þar af mjög margt ungt fólk en mikill meirihluti Palestínsku þjóðarinnar er undir þrítugu. Um 1,7 milljónir íbúa Gaza, eða 80 prósent allra íbúanna, eru á vergangi. Tugir þúsunda flýja suður á bóginn til Rafahborgar, eins og fólkið á þessari mynd.AP//Fatima Shbair Elín Jakobína starfar alla jafna á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur farið á vegum Alþjóðarauðakrossins meðal annars til Suður-Súdan, Afganistans og Sýrlands. Ekki væri hægt að bera saman stöðuna á spítalanum í Rafah og á evrópskum sjúkrahúsum. „Það er mikill skortur á því sem þarf til að sinna þessum sjúklingum inni á Gaza. Þannig að við verðum að reyna að sinna sem flestum með tiltölulega litlu,“ segir Elín. Það væri skortur á lyfjum, lækninga áhöldum og mat en Ísraelsmenn takmörkuðu mjög umferð með hjálpargögn sem koma í gegn frá Egyptalandi. Því miður væri því ekki hægt að bjarga öllum. „Það er vægast sagt erfitt fyrir okkur. Við verðum alltaf að hafa plan B við höndina. Af því við höfum ekki það sem við myndum hafa hér á Landsspítalanum eða annars staðar. Vegna þess að hlutirnir klárast og ná ekki til okkar,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir.
Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Palestína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18
Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10