Bænastund í Vík vegna ökumannsins sem lést Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 15:15 Bænastundin verður í Víkurkirkju klukkan 19:30 í kvöld. Unsplash/Jon Flobrant Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld. Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna. Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38
Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41